Bozie Telo IS messa

background image

.

background image

Tunga mín af hjarta hljóði
helgan leyndardóm um þann,
líkam Krists og blessað blóðið,
bót sem öllum heimi vann,
konungs þjóða þá hins góða
það á krossi' úr æðum rann.
 

background image

P: Í nafni Föðurins + og Sonarins og hins Heilaga Anda.

S: Amen.

P: DROTTINN sé með yður

S: Og með þínum anda.

P: BRÆÐUR, viðurkennum syndir vorar, svo að vér séum þess verðugir að hafa um hönd hina helgu

leyndardóma.

S: ÉG játa fyrir almáttugum Guði

og yður, bræður, að ég hef

syndgað mjög

í hugsun, orði, athöfn og

vanrækslu,

mín sök, mín sök, mín mikla sök.

Því bið ég alsæla Maríu, ætíð mey,

alla engla og dýrlinga og yður,

bræður,

að biðja fyrir mér við Guð, Drottin

vorn.

P: ALMÁTTUGUR Guð miskunni oss,

fyrirgefi oss syndir vorar

og leiði oss til eilífs lífs.

S: Amen

background image

P: Drottinn, miskunna þú oss.

S: Drottinn, miskunna þú oss.

P: Kristur, miskunna þú oss.

S: Kristur, miskunna þú oss.

P: Drottinn, miskunna þú oss.

S: Drottinn, miskunna þú oss.

background image

S: DÝRÐ sé Guði í upphæðum,
og friður á jörðu með þeim
mönnum,
sem hafa góðan vilja.
Vér vegsömum þig.
Vér blessum þig.
Vér tilbiðjum þig.
Vér tignum þig.
Vér þökkum þér vegna mikillar
dýrðar þinnar,
Drottinn Guð, himneskur
konungur,
Guð Faðir almáttugur,

background image

Drottinn, Sonurinn eingetni, Jesús
Kristur,
Drottinn Guð, lamb Guðs, Sonur
Föðurins.
Þú sem ber burt syndir heimsins,
miskunna þú oss.
Þú sem ber burt syndir heimsins,
tak við bæn vorri.
Þú sem situr Föðurnum til hægri
handar, miskunna þú oss.
Því að þú einn ert heilagur, Þú
einn Drottinn,
Þú einn æðstur, Jesús Kristur,
ásamt með Heilögum Anda í dýrð
Guðs Föður.Amen.

background image

P: Vér skulum biðja....
...um aldir alda.

S: Amen.

Fyrri ritningarlestur.
L: Orð Drottins.

S: Þökk sé Guði.

Guðspjall.
P: Drottinn sé með yður.

S: Og með þínum anda.

P: + Kafli heilags guðspjalls eftir...

S: Dýrð sé þér, Drottinn.

Eftir að guðspjallið hefur verið flutt, segir djákninn eða presturinn:
P: Orð Drottins.

S: Lof sé þér, Kristur.

background image

.

background image

S: ÉG trúi á einn Guð Föður
almáttugan, skapara himins og
jarðar, alls hins sýnilega og
ósýnilega. Og á einn Drottin
Jesúm Krist,
Guðs Son eingetinn og af
Föðurnum fæddan fyrir allar aldir.
Guð af Guði, ljós af ljósi,
sannan Guð af sönnum Guði,
getinn, ekki gjörðan, sameðlis
Föðurnum; sem hefur gjört allt.
Sem vor mannanna vegna og
vegna sáluhjálpar vorrar sté niður
af himnum.

background image

Og fyrir Heilagan Anda íklæddist
holdi
af Maríu mey og gjörðist maður.
Hann var einnig krossfestur
vor vegna undir valdi
Pontíusar Pílatusar, leið og var
grafinn.
Og reis upp á þriðja degi
samkvæmt ritningunum.
Sté upp til himna
og situr Föðurnum til hægri
handar.
Og mun koma aftur í dýrð
til þess að dæma lifendur og
dauða,
og á hans ríki mun enginn endir
verða.

background image

Og á Heilagan Anda, Drottin og
lífgara,
sem útgengur frá Föðurnum og
Syninum,
og er tilbeðinn og dýrkaður
ásamt Föðurnum og Syninum
og hefur talað fyrir munn
spámannanna;
og á eina, heilaga,
kaþólska og postullega Kirkju.
Ég játa eina skírn til fyrirgefningar
syndanna.
Og vænti upprisu dauðra,
og lífs um ókomnar aldir. AMEN.

Almenn fyrirbæn.

S: (Drottinn) Vér biðjum Þig,
bænheyr þú oss:

background image

Oss var gefinn, oss var fæddur
öllum helgri meyju af,
meðan hér var holdi klæddur,
heimi náðarorðið gaf,
ævi sína svo lét dvína.
Sjá hér Drottins kærleiks haf.

Síðstu nótt, þá sat að borði
sjálfur Kristur bræðrum með
lögmáls gjörla eftir orði -
engin máltíð dýrri' er séð -
höndum hreinum sínum sveinum
sig til fæðu gefa réð.

background image

Altarisþjónusta

P: BLESSAÐUR sért þú, Drottinn, Guð alheimsins,
því að af gæsku þinni höfum vér þegið brauðið,
sem vér færum þér,
ávöxt jarðarinnar og mannlegs erfiðis;
verði það oss brauð lífsins.

S: Blessaður sé Guð um aldir.

P: BLESSAÐUR sért þú, Drottinn, Guð alheimsins,
því að af gæsku þinni höfum vér þegið vínið,
sem vér færum þér,
ávöxt vínviðarins og mannlegs erfiðis;
verði það oss andlegur drykkur.

S: Blessaður sé Guð um aldir.

background image

P: BIÐJIÐ, bræður,
að fórn mín og yðar
verði þóknanleg Guði Föður almáttugum.

S: DROTTINN þiggi fórnina af
höndum þínum,nafni sínu til lofs
og dýrðar, en oss til gagns, og
heilagri Kirkju sinni allri.

P: ...fyrir Krist, Drottin vorn.

S: Amen.

Forgildi.

P: Drottinn sé með yður.

S: Og með þínum anda.

P: Hefjum upp hjörtun.

S: Vér höfum þau hjá Drottni.

P: Færum Drottni, Guði vorum, þakkir.

S: Verðugt er það og rétt.

P: Sannarlega er það verðugt og rétt,…..

background image

S: Heilagur, heilagur, heilagur ert
þú,
Drottinn, Guð hersveitanna.
Himinn og jörð eru full dýrðar
þinnar.
Hósanna í upphæðum.
Blessaður er sá, sem kemur í nafni
Drottins.
Hósanna í upphæðum.

background image

.

background image

P: Boðum leyndardóm trúarinnar.

S: Drottinn, vér boðum dauða
þinn,
og upprisu þína játum vér, þar til
þú kemur.

P: FYRIR hann og með honum og í honum
ber þér, Guði Föður almáttugum
í einingu Heilags Anda,
allur heiður og dýrð
um aldir alda.

S: Amen.

background image

P: Bræður, sameinumst í bænum vorum
og biðjum eins og Drottinn vor
Jesús Kristur bauð oss:

S: FAÐIR vor, þú sem ert á himnum
helgist þitt nafn,
komi þitt ríki,
verði þinn vilji,
svo á jörðu sem á himni.
Gef oss í dag vort daglegt brauð,
og fyrirgef oss vorar skuldir,
svo sem vér og fyrirgefum vorum
skuldunautum,
og eigi leið þú oss í freistni,
heldur frelsa oss frá illu.

background image

P: FRELSA oss, Drottinn, frá öllu illu,
og gef oss frið um vora daga.
Veit oss af miskunn þinni
að vér séum ávallt laus við synd
og vernda oss frá öllum áhyggjum
í eftirvæntingu vorrar sælu vonar
og opinberunar Frelsara vors Jesú Krists.

S: Því að þitt er ríkið og mátturinn
og dýrðin að
eilífu.

P: DROTTINN, Jesús Kristur, sem sagðir við postula þína:
Frið læt ég yður eftir, minn frið gef ég yður;
lít þú ekki á syndir vorar,
heldur á trú Kirkju þinnar.
Þóknist þér að varðveita hana í friði og eindrægni
samkvæmt vilja þínum;
þú sem lifir og ríkir um aldir alda.

S: Amen.

Presturinn réttir út hendurnar og leggur síðan saman lófa og segir:
P: Friður Drottins sé ávallt með yður.

S: Og með þínum anda.

P: Berið hvert öðru friðarkveðju.

S: Friður sé með þér.

background image

S: GUÐS lamb, sem ber burt
syndir heimsins, miskunna þú oss.
GUÐS lamb, sem ber burt syndir
heimsins, miskunna þú oss.
GUÐS lamb, sem ber burt syndir
heimsins, veit þú oss frið.

P: SJÁ Guðs lamb,
sjá þann, sem ber burt syndir heimsins.
Sælir eru þeir sem boðnir eru í veislu lambsins.

S: DROTTINN, ég er þess ekki
verður
að meðtaka þig.
Mæl þú aðeins eitt orð,
og þá mun sál mín heil verða.

background image

Hold í brauði, blóð í víni
bauð sitt væri Drottinn kær.
Miskunn slík þótt manna' ei skíni
myrkum skilning, trúum vær.
Trúin eina hjarta hreinu
huggun, gleði' og styrkleik fær.

P: Vér skulum biðja....

S: Amen.

background image

.

background image

Te Deum laudamus:
te Dominum confitemur.
Te aeternum Patrem
omnis terra veneratur.
Tibi omnes Angeli;
tibi caeli et universae Potestates;
Tibi Cherubim et Seraphim
incessabili voce proclamant:
Sanctus, Sanctus, Sanctus,
Dominus Deus Sabaoth.
Pleni sunt caeli et terra
maiestatis gloriae tuae.

background image

Te gloriosus Apostolorum chorus,
Te Prophetarum laudabilis
numerus,
Te Martyrum candidatus laudat
exercitus.
Te per orbem terrarum
sancta confitetur Ecclesia,
Patrem immensae maiestatis:
Venerandum tuum verum et
unicum Filium;
Sanctum quoque Paraclitum
Spiritum.
Tu Rex gloriae, Christe.
Tu Patris sempiternus es Filius.
Tu ad liberandum suscepturus
hominem,
non horruisti Virginis uterum.

background image

Tu, devicto mortis aculeo,
aperuisti credentibus regna
caelorum.
Tu ad dexteram Dei sedes, in
gloria Patris.
Iudex crederis esse venturus.
Te ergo quaesumus, tuis famulis
subveni:
quos pretioso sanguine redemisti.
Aeterna fac cum sanctis tuis in
gloria numerari.
Salvum fac populum tuum,
Domine, et benedic hereditati
tuae.
Et rege eos, et extolle illos usque
in aeternum.
Per singulos dies benedicimus te;

background image

Et laudamus Nomen tuum in
saeculum,
et in saeculum saeculi.
Dignare, Domine, die isto sine
peccato nos custodire.
Miserere nostri domine, miserere
nostri.
Fiat misericordia tua,
Domine, super nos,
quemadmodum speravimus in te.
In te, Domine, speravi:
non confundar in aeternum.

background image

.

background image

Helgidóm svo háan allir
heiðra skulum alla tíð.
Gamlar lögmálsfórnir falli
fyrir Drottins nýjum sið.
Trúin mæta best má bæta
brestinn skilnings kristnum lýð.

Sönnum Guði, son getanda,
syni getnum fyr'ir upphaf,
huggaranum, helgum anda,
hinum tveim sem kemur af,
æ skal syngja sérhver tunga
sanna vegsemd, dýrð og lof.
Amen.

background image

P: Þeim gafst þú brauð af himni,

S: sem allan unað veitti.

P: Vér skulum biðja: Drottinn Guð, sem eftirlést oss minningu písla þinna í
hinu dásamlega sakramenti, veit oss, að vér tignum hinn helga leyndardóm
holds þíns og blóðs, svo að vér verðum ætíð aðnjótandi ávaxta endurlausnar
þinnar. Þú sem lifir og ríkir um aldir alda.

S: Amen

background image

.


Document Outline


Wyszukiwarka

Podobne podstrony:
Bozie Telo PL msza
IS LM
IS Myślenie systemowe w praktyce
interpretacja IS LM
wykład 5 2 IŚ 2011
IS LM pelny model
IS 5 id 220327 Nieznany
baker Is Head Movement Still Needed for Noun Incorporation
Do Ćw 5 IŚ Ochrona przeciwporażeniowa
IS wyklad 14 15 01 09 MDW id 22 Nieznany
Temat cw proj wod-kan S1 IS sem. 4 2012, Semestr IV, Woiągi i Kanalizacja, Projekt
pyt od Marty, IŚ Tokarzewski 27.06.2016, V semestr COWiG, WodKan (Instalacje woiągowo - kanalizacyjn
Pytania z PKM i pomp EGZAMIN, IŚ Tokarzewski 27.06.2016, V semestr COWiG, PKM (Podstawy konstrukcji
odpowiedzi 2 pyt, IŚ Tokarzewski 27.06.2016, V semestr COWiG, PKM (Podstawy konstrukcji mechanicznyc
40 Bernady (2), Mieszanka WIŚ, Fizyka Wiś Iś
projekt - instalacje gazowe, IŚ Tokarzewski 27.06.2016, IV semestr COWiG, Instalacje i urządzenia ga
IS, BEZPIECZEŃSTWO NARODOWE Akademia Marynarki Wojennej AMW, socjologia
sprawozdanie z miareczkowania, UP Wrocław, IŚ I SEM, Chemia
opracowanie konstytucji (2), IS-S01

więcej podobnych podstron