Katechismus 9 10 B


Leyfið börnunum að koma til mín

Kaþólskt trúfræðslurit handa

börnum í Reykjavíkurbiskupsdæmi

2. hluti: handa 9-10 ára börnum

Kaþólska kirkjan á Íslandi

2004

  1. kafli

Guð er skapari himins og jarðar

Menn hafa alltaf spurt sig að því hvaðan heimurinn kæmi og allt sem í honum er.

Biblían geymir fagra sögu um það. Hún er á fyrstu blaðsíðum Biblíunnar. Þar stendur að

­í upphafi var aðeins Guð og ekkert og enginn annar.

Guð er skapari himins og jarðar.

Guð skapaði allt, jörðina, loftið, sólina og tunglið og stjörnurnar. Hann skapaði líka hafið og fljótin og trén og jurtirnar. Guð skapaði líka fuglana og fiskana og öll önnur dýr.

Allt sem Guð skapaði var fagurt og gott.

Guð elskar allt sem hann skapaði. Allt sem Guð skapaði tilheyrir honum. Guð er í öllu sem hann skapaði.

Guð er á himni og jörðu. Guð er alls staðar.

Þegar Guð hafði skapað allt þetta skapaði hann það sem fegurst var af öllu, manninn.

Við lesum um það í Biblíunni að maðurinn er líkur Guði. Maðurinn er skapaður í Guðs mynd.

Guð elskar manninn mest af öllu vegna þess að maðurinn er skapaður í Guðs mynd.

Hvernig skapaði Guð allt? Guð sagði: „Allt verði“. Þegar Guð segir eitthvað, þá verður það. Þannig varð allt til.

Guð skapaði allt með því að vilja það og segja.

  1. Hver er skapari himins og jarðar?

Guð er skapari himins og jarðar.

  1. Hvernig skapaði Guð allt?

Allt sem Guð skapaði var fagurt og gott.

  1. Hvar er Guð?

Guð er á himni og jörðu. Guð er alls staðar.

  1. Hvers vegna elskar Guð mennina ofar öllu?

Guð elskar mennina ofar öllu því þeir líkjast Guði.

5. Hvernig skapaði Guð allt?

Guð skapaði allt með því að vilja það og segja.

2. kafli

Guð skapaði englana

Í Biblíunni er oft sagt frá englum. Til eru frásagnir í Biblíunni þar sem rætt er um engla sem þjóna Guði.

Englar eru þjónar Guðs.

Englarnir eru ekki aðeins hjá Guði. Þeir koma mönnunum einnig til hjálpar. Stundum eru þeir sendiboðar Guðs. Þannig sendi Guð engil til Maríu til þess að spyrja hana hvort hún væri reiðubúin að verða móðir Jesú. Stundum koma englar líka til manna til þess að vernda þá.

Englar eru einnig sendiboðar Guðs og verndarar manna.

Hafa englar alltaf verið til?

Nei, Guð skapaði englana.

Guð hefur fengið hverjum manni sérstakan engil. Við köllum hann verndarengil.

Verndarengillinn verndar okkur gegn syndum.

  1. Hvað eru englar?

Englar eru þjónar Guðs.

  1. Hvað gera englarnir meira?

Englar eru einnig sendiboðar Guðs og verndarar manna.

  1. Hafa englar alltaf verið til?

Nei, Guð skapaði englana.

9. Hvað gera verndarenglarnir?

Verndarenglarnir verndar okkur gegn öllu illu.

3. kafli

Uppreisnarenglarnir

Englarnir eru þjónar Guðs. En ekki voru allir englarnir reiðubúnir að þjóna ætíð Guði.

Til eru englar sem gerðu uppreisn gegn Guði.

Þegar þetta gerðist braust út mikið stríð á himnum milli góðu englanna og vondu englanna. Vondu englarnir töpuðu stríðinu.

Vondu englarnir voru reknir frá himnum.

Vondu englarnir nefnast nú fallnir englar.

Leiðtogi föllnu englanna er djöfullinn.

Djöfullinn óttast Guð, því Guð er voldugri en djöfullinn. Djöfullinn er líka afbrýðisamur við Guð. Hann hefnir sín á Guði með því að reyna að tæla mennina burt frá Guði. Hann vill espa þá til uppreisnar gegn Guði.

Djöfullinn reynir að tæla mennina til syndar.

  1. Eru allir englar þjónar Guðs?

Til eru englar sem gerðu uppreisn gegn Guði.

  1. Hvað varð um þessa engla?

Vondu englarnir voru reknir frá himnum.

  1. Hver er leiðtogi föllnu englanna?

Leiðtogi föllnu englanna er djöfullinn.

13. Hvað gerir djöfullinn?

Djöfullinn reynir að tæla mennina til syndar.

4. kafli

Maðurinn óhlýðnast Guði

Við lesum um það í Biblíunni að fyrstu mennirnir áttu heima í garði þar sem ríkti friður og hamingja. Guð skapaði mennina til þess að þjóna sér og verða með því hamingj­u­samir. Guð elskar mennina og þeir eru börn hans. Þeir mega lifa í mildi hans og náð. Guð hjálpar mönnunum með náð sinni að lifa kristilegu lífi. Að nokkrum árum liðnum búa mennirnir svo að eilífu hjá Guði á himnum.

Guð skapaði mennina til þess að þeir yrðu hamingjusamir að eilífu.

En mennirnir syndguðu. Þeir óhlýðnuðust Guði. Við lesum um það í Biblíunni að mennirnir máttu ekki borða ávextina af ákveðnu tré. Fyrstu mennirnir gerðu það samt.

Djöfullinn tældi mennina til þess að drýgja þessa synd.

Mennirnir glötuðu miklu við þetta atvik. Nú gátu þeir ekki orðið eilíflega hamingjusamir. Stundum þjást þeir, finna til og eru leiðir. Þeir verða nú einnig að deyja.

Vegna syndarinnar voru mennirnir ekki lengur börn Guðs og gátu ekki búið á himnum.

  1. Til hvers skapaði Guð mennina?

Guð skapaði mennina til þess að þeir yrðu hamingjusamir að eilífu.

  1. Hver tældi mennina til þess að drýgja synd?

Djöfullinn tældi mennina til þess að drýgja synd.

16. Hverjar voru afleiðingar syndarinnar?

Vegna syndarinnar voru mennirnir ekki lengur börn Guðs og gátu ekki búið á himnum.

5. kafli

Erfðasyndin

Margt eyðilagðist vegna syndar fyrstu mannanna. Jörðin sjálf er skemmd og sambúð mannanna er ekki heldur góð. Oft gerast slæmir atburðir sem enginn getur hindrað. Mennirnir komast ekki til Guðs eins og áður vegna syndar fyrstu mannanna. Menn lifa ekki lengur við náð og mildi Guðs. Þeir snúa baki við honum og vilja ekki lengur láta hann hjálpa sér. Þetta allt köllum við erfðasynd.

Erfðasyndin er syndin sem allir menn erfa vegna þess að þeir eru afkomendur fyrstu mannanna.

Aðeins ein manneskja erfði ekki þessa synd. Það er heilög María mey. Allir aðrir menn bera í sér erfðasyndina. Þetta er afar slæmt, því þá geta mennirnir ekki lengur komist til himna.

Vegna erfðasyndarinnar glötuðu mennirnir náð Guðs og komust ekki lengur til himna.

17. Hvað er erfðasyndin?

Erfðasyndin er syndin sem allir menn erfa vegna þess að þeir eru afkomendur fyrstu mannanna.

18. Hvað gerðist vegna erfðasyndarinnar?

Vegna erfðasyndarinnar glötuðu mennirnir náð Guðs og komust ekki lengur til himna.

6. kafli

Guð boðar komu frelsara

Eftir synd fyrstu mannanna var líf þeirra á jörðinni ekki eins fagurt og áður. Menn vissu ekki lengur hvernig þeir áttu að umgangast sköpunina. En sérstaklega sársaukafullt var þó að þeir voru ekki lengur alltaf góðir hver við annan. En verst var þó að þeir urðu að deyja og vissu ekki hvað gerast myndi eftir dauðann.

Myndi þetta alltaf vera þannig? Var Guð hættur að elska mennina?

Nei, Guð hélt áfram að elska mennina.

Guð lofaði að hjálpa fyrstu mönnunum strax eftir að þeir syndguðu.

Guð boðaði komu frelsara.

Guð sendi þennan frelsara ekki þegar í stað. Fyrst vildi hann búa mennina undir komu frelsarans og til þess útvaldi hann Ísraelsþjóðina.

Guð gerði sáttmála við Ísraelsþjóðina.

19. Hætti Guð að elska fyrstu mennina eftir að þeir syndguðu?

Nei, Guð hélt áfram að elska mennina.

20. Hvernig ætlaði Guð að hjálpa fyrstu mönnunum?

Guð boðaði komu frelsara.

21. Hvernig bjó Guð mennina undir komu frelsarans?

Guð gerði sáttmála við Ísraelsþjóðina.

7. kafli

Frelsarinn Jesús Kristur

Eftir syndina gátu mennirnir ekki nálgast Guð eins og áður. Og þeir vissu ekki hvort þeir mættu ganga inn í himnaríki eftir dauðann. En Guð hafði boðað mönnum komu frelsara. Hann kom eftir langan biðtíma.

Hver er þessi frelsari?

Frelsarinn sem Guð lofaði að senda er Jesús Kristur.

Jesús kemur frá Guði.

Jesús er sonur Guðs sem steig niður til jarðar.

Jesús kemur til að frelsa okkur frá syndum og dauða. Hann er maður eins og við. María mey fæddi hann lítið barn. Hann borðaði og drakk, svaf, grét og hló eins og við.

En hann var alltaf syndlaus.

Að öðru leyti var Jesús eins og aðrir menn. Hann fann líka til sársauka og varð fyrir vonbrigðum. Hann dó meira að segja. En hann var Guði föður ætíð jafn.

Jesús er bæði Guð og maður.

22. Hver er frelsarinn?

Frelsarinn sem Guð lofaði að senda er Jesús Kristur.

23. Hver er Jesús?

Jesús er sonur Guðs sem steig niður til jarðar.

24. Er Jesús annað hvort Guð eða maður?

Jesús er bæði Guð og maður.

8. kafli

María er móðir frelsarans

Dag nokkurn fékk María, sem var stúlka í Nasaret, heimsókn. Engill kom til hennar. Hann hét Gabríel. Hann sagði við Maríu: „Guð elskar þig mjög mikið. Þú munt eignast son. Hann á að heita Jesús.“ María, meyjan í Nasaret, varð móðir Jesú. Því getum við sagt:

Móðir Jesú er María mey.

Jesús var ekki venjulegt barn. Hann var sonur Guðs, jafn Guði.

Vegna þess að Jesús er sonur Guðs og jafn Guði, er María Guðsmóðir.

Við lesum um það í Biblíunni að María var heitbundin manni.

Heilagur Jósef var festarmaður Maríu.

Heilagur Jósef elskaði Maríu. En hann elskaði einnig Guð. Þess vegna gerði hann það sem Guð skipaði honum: Hann giftist Maríu en þráði hana ekki því Guð hafði útvalið hana sem móður sonar síns.

Guð kallaði Jósef til að annast Maríu og Jesúbarnið. Hann varð fóstri Jesú.

25. Hver er móðir Jesú?

Móðir Jesú er María mey.

26. Hvers vegna er María Guðsmóðir?

Vegna þess að Jesús er sonur Guðs og jafn Guði, er María Guðsmóðir.

27. Hver var festarmaður Maríu?

Heilagur Jósef var festarmaður Maríu.

28. Hver var köllun heilags Jósefs?

Guð kallaði Jósef til að annast Maríu og Jesúbarnið. Hann varð fóstri Jesú.

9. kafli

Fæðing Jesú

Á tímum Maríu og Jósefs var land þeirra, Palestína, hluti rómverska keisaradæmisins. Keisarinn vildi vita hversu margir bjuggu í ríki hans. Þess vegna urðu allir að ferðast til fæðingarborgar sinnar. Fjölskylda Jósefs kom frá Betlehem. Þess vegna fóru María og Jósef til Betlehem. Jesús fæddist í Betlehem. Vegna þess að ekki var rúm fyrir Maríu og Jósef í gistihúsinu fóru þau út í fjárhús í haganum.

Jesús fæddist í fjárhúsi.

Varla tók nokkur eftir því að frelsari mannanna fæddist í fjárhúsi í Betlehem. Það voru aðeins fáeinir hirðar sem gættu fjár í haganum sem heyrðu um þennan mikla atburð.

Englarnir sögðu hirðunum frá því að frelsari var fæddur.

En einnig voru nokkrir vitringar - stjörnuspekingar - í Austurlöndum sem fréttu að frelsarinn var kominn í heiminn. Þeir sáu það af því að sérstök stjarna birtist á himni.

Vitringarnir frá Austurlöndum sáu sérstaka stjörnu birtast á himni og fylgdu henni til Betlehem.

Vitringarnir fundu Jesú og móður hans og færðu þeim gjafir: Gull, reykelsi og myrru.

29. Hvar fæddist Jesús?

Jesús fæddist í fjárhúsi.

30. Hvernig fréttu hirðarnir að frelsari mannanna var fæddur?

Englarnir sögðu hirðunum frá því að frelsari var fæddur.

31. Hvernig fréttu vitringarnir frá Austurlöndum að frelsarinn var fæddur?

Vitringarnir frá Austurlöndum sáu sérstaka stjörnu birtast á himni og fylgdu henni til Betlehem.

10. kafli

Æskuár Jesú

Ísraelsþjóðin var skyldug að færa fyrsta soninn í hverri fjölskyldu Guði að gjöf. Hann tilheyrði Guði. En foreldrarnir máttu kaupa hann til baka. Þá urðu þeir að fórna Guði að minnsta kosti tveimur dúfum. Þetta gerðu þau líka María og Jósef.

Þegar Jesús var fjörutíu daga gamall var hann færður Guði í musterinu í Jerúsalem.

María og Jósef dvöldu lengi í Betlehem. En Heródes, konungur Gyðinga, hafði frétt hjá vitringunum úr Austurlöndum að frelsarinn var fæddur í Betlehem eins og spáð hafði verið. Heródes óttaðist að hann myndi ef til vill víkja sér frá völdum.

Heródes reyndi að drepa Jesú. Hann lét drepa alla unga drengi í Betlehem.

En Guð verndaði Jesú.

Guð sagði Jósef að flýja til Egyptalands með Maríu og Jesú.

Eftir dauða Heródesar sneru Jósef og María aftur til Palestínu með Jesú.

Á æskuárum sínum bjó Jesús hjá Maríu og Jósef í Nasaret.

Jesús bjó flestum óþekktur í Nasaret sem sonur smiðsins Jósefs. Menn héldu að hann væri einfaldlega sonur hans.

Jesús bjó í Nasaret á æskuárum sínum og hlýddi boðum þeirra Maríu og Jósefs.

32. Hvenær var Jesús færður Guði í musterinu?

Þegar Jesús var fjörutíu daga gamall var hann færður Guði í musterinu í Jerúsalem.

33. Hvers vegna vildi Heródes drepa Jesú?

Heródes vildi drepa Jesú vegna þess að hann óttaðist að Jesús yrði konungur í sinn stað.

34. Hvernig verndaði Guð Jesú fyrir Heródesi?

Guð sagði Jósef að flýja til Egyptalands með Maríu og Jesú.

35. Hvar bjó Jesús á æskuárum sínum?

Á æskuárum sínum bjó Jesús hjá Maríu og Jósef í Nasaret.

36. Hvað gerði Jesús í Nasaret?

Jesús bjó í Nasaret á æskuárum sínum og hlýddi boðum þeirra Maríu og Jósefs.

  1. kafli

Starf Jesú

Þegar Jesús varð þrítugur tók hann til starfa.

Á þessum tíma boðaði Jóhannes skírari að frelsarinn væri kominn. Hann hvatti menn til að gjöra iðrun og búa sig undir komu hans. Þess vegna áttu menn að láta skírast. Jóhannes skírði fólk í ánni Jórdan. Jesús kom til Jórdan og bað Jóhannes að skíra sig. Jóhannes þekkti hann og vissi að nú var frelsarinn kominn.

Áður en Jesús tók til starfa lét hann Jóhannes skíra sig í ánni Jórdan.

Eftir það hélt Jesús aleinn út í eyðimörkina. Þar baðst hann fyrir og fastaði til þess að búa sig undir að verða frelsari mannanna.

Jesús baðst fyrir og fastaði í fjörutíu daga í eyðimörkinni.

Nú gat Jesús haldið á fund manna. Hann sagði við þá: „Gjörið iðrun og trúið, því Guðs ríki er í nánd.“

Jesús sagði mönnum frá Guði: „Guð elskar ykkur“, sagði hann. „Þið skulið elska hann og hvert annað. Þá verður allt gott á ný og þið megið aftur lifa í náð Guðs.“

Jesús kenndi mönnunum hvernig þeir gætu lifað kristilegu lífi.

37. Hvenær tók Jesús til starfa?

Þegar Jesús varð þrítugur tók hann til starfa.

38. Hvað gerði Jesús áður en hann tók til starfa?

Áður en Jesús tók til starfa lét hann Jóhannes skíra sig í ánni Jórdan.

39. Hvað gerði Jesús í eyðimörkinni?

Jesús baðst fyrir og fastaði í fjörutíu daga í eyðimörkinni.

40. Hvað kenndi Jesús mönnunum?

Jesús kenndi mönnunum hvernig þeir gætu lifað kristilegu lífi.

12. kafli

Jesús er sonur Guðs

Jesús fór um Palestínu. Þegar hann kom til borgar eða bæjar hópaðist fólkið um hann. Það vildi heyra hvað hann sagði og sjá hvað hann gerði. Margir glöddust yfir orðum Jesú og gerðum vegna þess að hann talaði um ást Guðs og læknaði sjúka, færði blindum sýn, lét daufa heyra og lamaða ganga. Hann mettaði einnig þúsundir með fáeinum brauðum. Hann lægði mikinn storm með einu orði. Hann lífgaði meira að segja menn upp frá dauðum.

Það sem Jesús gerði köllum við kraftaverk.

Menn spyrja sig í sífellu: „En hver er hann?“ Jesús veit hvaðan hann kemur og hvernig hann getur gert kraftaverk. Hann vill sýna mönnunum hver hann er.

Með kraftaverkum sínum vill Jesús sýna mönnunum að hann er sonur Guðs.

Vegna þess að Jesús er sonur Guðs og honum jafn, getur Jesús líka fyrirgefið syndir mannanna og vísað þeim leið til nýs lífs. Þannig sýnir hann að hann er frelsarinn.

Margir fóru að trúa á Jesú. Þeir trúðu því að Jesús væri sonur Guðs sem kominn væri í heiminn til að bjarga mönnum úr neyð þeirra. En til voru menn sem mislíkaði það að Jesús skyldi fyrirgefa syndir. Þeir trúðu ekki að hann væri sonur Guðs. Þeir vildu drepa hann vegna þess að hann sagðist vera jafn Guði.

Jesús vildi að menn trúðu á sig, en samt voru margir sem ekki trúðu á hann.

41. Hvað kallast það sem Jesús gerði?

Það sem Jesús gerði köllum við kraftaverk.

42. Hvað vill Jesús sýna mönnunum með kraftaverkum sínum?

Með kraftaverkum sínum vill Jesús sýna mönnunum að hann er sonur Guðs.

43. Trúðu allir í upphafi að Jesús væri sonur Guðs?

Þó að Jesús vildi að allir menn trúðu á sig, voru samt margir sem trúðu ekki á

hann.

  1. kafli

Líf og starf Jesú

Fyrstu mennirnir syndguðu og sneru baki við Guði. Þess vegna gátu þeir ekki lengur búið við mildi hans og náð og því komust þeir ekki til himna. Dauðinn var endalok lífs þeirra. Þeir óttuðust þetta og vissu ekki hvað þeir áttu að gera.

En Guð lofaði að hann skyldi senda þeim frelsara. Þessi frelsari er Jesús. Hann varð maður til þess að geta frelsað menn frá syndum og dauða.

Jesús tók á sjálfan sig afleiðingar synda allra manna. Þess vegna þjáðist hann mikið. Hann fékk að reyna útskúfun og lífshættu strax á æskuárum sínum. Enginn griðastaður var fyrir hann þegar hann fæddist. Heródes reyndi að drepa hann og hann varð að flýja. Þegar hann var ungur maður bjó hann við fábreyttar aðstæður og fáir þekktu hann.

Þegar Jesús varð þrítugur að aldri fór hann að segja mönnum frá Guði. Hann auðsýndi mönnum ást og kærleika og vísaði þeim veg til kristilegs lífernis. En ekki meðtóku allir boðskap hans. Jesús eignaðist óvini. Þeir vildu drepa hann, einkum vegna þess að hann sýndi að hann var jafn Guði.

Jafnvel vinir Jesú yfirgáfu hann. Einn þeirra, Júdas, varð svikari og seldi hann í hendur óvinahermanna. Og annar, Pétur, varð svo óttasleginn að hann sagðist ekki þekkja hann. Jesús var handtekinn, barinn, krýndur þyrnikórónu og hæddur. Leiðtogar fólksins dæmdu hann til dauða. Rómverski landstjórinn, Pílatus, lét hýða hann og krossfesta. Jesús var negldur á krossinn á Golgatahæðinni fyrir utan Jerúsalem.

Jesús dó á krossinum eins og hættulegur glæpamaður.

En líka var til fólk sem studdi Jesú. Það voru María móðir hans, postularnir og nokkrar konur. Þau stóðu við krossinn. Jesús dó á föstudegi, föstudeginum langa.

En þessi hræðilegi dauði Jesú táknaði útþurrkun allra synda mannanna. Með þessu leystust þeir undan synd og dauða. Jesús fórnaði sér á krossinum fyrir alla menn.

Þessa fórn Jesú köllum við krossfórnina.

Eftir dauða hans tóku vinir Jesú líkama hans af krossinum og lögðu í nýja gröf.

Þegar Jesús var dáinn fór hann til framliðinna. Hann undirbjó för þeirra til himna.

Með dauða sínum opnaði Jesús mönnunum aftur leiðina til himna.

Nú gátu mennirnir aftur lifað í mildi og náð Guðs. Þeir þurftu ekki lengur að óttast dauðann, því nú höfðu þeir aftur von um að komast til himna.

44. Hvernig dó Jesús?

Jesús dó á krossinum eins og hættulegur glæpamaður.

45. Hvað kallast þessi fórn Jesú?

Þessa fórn Jesú köllum við krossfórnina.

46. Hvað gerðist eftir dauða Jesú?

Eftir dauða sinn var Jesús tekinn af krossinum og lagður í nýja gröf.

47. Hvað vann Jesús með dauða sínum?

Með dauða sínum sætti Jesús mennina aftur við Guð og færði þeim vonina um vist í himnaríki á ný.

  1. kafli

Upprisa Jesú

Jesús var grafinn eftir dauðann. Nokkrar konur komu að gröfinni snemma morguns á þriðja degi eftir dauða hans til þess að huga að líkama hans. Þær sáu að stóra steininum hafði verið velt frá grafarmunnanum. Þær gengu inn í grafhvelfinguna og sáu að dúkarnir sem líkami Jesú hafði verið sveipaður lágu samanbrotnir til hliðar. Gröfin var tóm. Við gröfina sátu tveir englar. Þeir sögðu við konurnar: „Jesús er ekki hér. Hann er upprisinn.“

Líkami Jesú var ekki lengur í gröfinni. Hann var upprisinn.

Þetta gerðist á þriðja degi eftir dauða Jesú. Konurnar hlupu til postulanna og sögðu þeim frá því sem þær höfðu séð og heyrt. En postularnir trúðu þeim ekki.

Pétur og Jóhannes fóru til grafarinnar. Þeir fundu allt þar fyrir eins og konurnar höfðu sagt þeim.

Eftir upprisu sína birtist Jesús postulum sínum nokkrum sinnum.

Postularnir skildu þetta ekki. Stundum urðu þeir jafnvel hræddir því þeir héldu að þeir hefðu séð vofu. En Jesús borðaði með postulunum og talaði við þá svo að þeir tryðu því að hann væri raunverulega á lífi.

Jesús lofaði postulum sínum að senda þeim hjálp, heilagan anda. Hann átti að hjálpa þeim að skilja betur það sem Jesús hafði sagt og gert.

Jesús lofaði að senda postulum sínum heilagan anda.

Við fögnum því á hverju ári að Jesús reis upp úr gröfinni.

Við fögnum upprisu Jesú á páskunum.

Það er stærsta hátíð kirkjunnar.

48. Var líkami Jesú áfram í gröfinni?

Líkami Jesú var ekki lengur í gröfinni. Hann var upprisinn.

49. Hvað gerði Jesús eftir upprisu sína?

Eftir upprisu sína birtist Jesús postulum sínum nokkrum sinnum.

50. Hverju lofaði Jesús postulum sínum?

Jesús lofaði að senda postulum sínum heilagan anda.

51. Hvenær fögnum við upprisu Jesú?

Við fögnum upprisu Jesú á páskunum.

  1. kafli

Himnaför Jesú

Eftir upprisu sína birtist Jesús postulum sínum nokkrum sinnum. Hann var hjá þeim í fjörutíu daga. Þá sneri hann aftur til föður síns.

Á fertugasta degi eftir upprisu sína steig Jesús upp til himna.

Postularnir sáu þetta allir. Jesús steig upp til himna fyrir augum þeirra. En áður en hann hélt til himna lofaði hann þeim enn einu sinni að senda þeim hjálp.

Nú er Jesús hjá föðurnum á himnum. Hann situr Guði föður á hægri hönd.

Það merkir að Jesús er konungur alls heimsins.

Við endalok heimsins mun Jesús snúa aftur sem konungur. Hann sækir alla réttláta og fer með þá til himna. Þar hefur hann búið þeim vist. Jesús hefur því ekki yfirgefið okkur þó að hann sé sjálfur á himnum. Þvert á móti.

Jesús hjálpar okkur að komast til himna eins og hann.

52. Hvenær steig Jesús upp til himna?

Á fertugasta degi eftir upprisu sína steig Jesús upp til himna.

53. Hvað merkir: Jesús situr Guði föður á hægri hönd?

Það merkir að Jesús er konungur alls heimsins.

54. Hvað gerir Jesús á himnum?

Jesús hjálpar okkur að komast til himna eins og hann.

  1. kafli

Guð er faðir okkar

Jóhannes skírari kenndi lærisveinum sínum hvernig þeir áttu að biðja. Þess vegna sögðu lærisveinar Jesú við meistara sinn: „Herra, kenndu okkur að biðja eins og Jóhannes hefur kennt vinum sínum að biðja.“

Jesús sagði: „Þið þurfið ekki mörg orð til að biðja. Þið eigið heldur ekki að leita að merkilegum eða fallegum orðum. Þegar þið biðjið skulið þið segja: ‚Faðir vor, þú sem ert á himnum.` “

Lærisveinarnir skildu ekki strax hvað Jesús átti við. Þeir höfðu alltaf haldið að Guð væri voldugur og mikill, skapari heimsins. Þannig Guð væri ekki hægt að kalla einfaldlega „föður“!

En Jesús sagði þeim þetta! Það sem hann kenndi postulunum með þessu var ákaflega mikilvægt:

Guð á himnum er faðir okkar.

Guð er faðir allra manna. Þess vegna megum við alltaf trúa Guði fyrir öllu. Við megum einnig biðja hann um allt. Hinn mikli, almáttugi Guð vill vera nálægt okkur öllum.

Guð vill vera faðir okkar vegna þess að hann elskar okkur.

55. Hver er Guð?

Guð á himnum er faðir okkar.

56. Hvers vegna vill Guð vera faðir okkar?

Guð vill vera faðir okkar vegna þess að hann elskar okkur.

  1. kafli

Guð er þrjár persónur

Þegar við signum okkur nefnum við þrjár persónur: Föðurinn, soninn og heilagan anda.

Þegar við signum okkur segjum við að til séu þrjár guðlegar persónur: Faðirinn, sonurinn og hinn heilagi andi.

Í Guði eru þrjár persónur.

Þetta getum við aðeins vitað frá Jesú. Hann kenndi okkur þetta. Jesús kenndi okkur líka að aðeins er til einn Guð.

Það er því til einn Guð í þremur persónum.

Jesús hjálpar okkur til að trúa þessu. Hann segir: „Faðirinn og ég erum eitt.“ Jesús og heilagur andi eru einnig eitt. Faðirinn, sonurinn og heilagur andi eru allir eitt.

Vegna þess að Jesús kenndi okkur það, vitum við að í Guði eru þrjár persónur.

Þetta er leyndardómur sem við getum ekki skilið. En við trúum á einn Guð í þremur persónum vegna þess að Jesús kenndi okkur það. Við játum þessa trú af einlægni þegar við signum okkur.

57. Hvað segjum við þegar við signum okkur?

Þegar við signum okkur segjum við að til séu þrjár guðlegar persónur: Faðirinn, sonurinn og hinn heilagi andi.

58. Hvernig vitum við að Guð er þrjár persónur?

Vegna þess að Jesús kenndi okkur það, vitum við að í Guði eru þrjár persónur.

  1. kafli

Heilagur andi

Áður en Jesús fór til föðurins á himnum lofaði hann postulunum að senda þeim hjálp. Það var heilagur andi.

Á hvítasunnudag sátu postularnir með Maríu í húsi í Jerúsalem. Allt í einu heyrðist mikill hvinur eins og stormur væri í aðsigi. Eitthvað kom yfir postulana sem líktist logandi eldi.

Heilagur andi kom yfir postulana í líki elds.

Heilagur andi breytti postulunum algerlega. Áður voru þeir hræddir og héldu sig bak við lokaðar dyr. Nú opnuðu þeir dyrnar og fóru út á meðal fólksins og fóru að segja því frá Jesú.

Heilagur andi gerði postulana að hugrökkum vottum Jesú.

Heilagur andi var ekki aðeins gefinn postulunum. Heilagur andi lifir og starfar áfram í kirkjunni. Jesús gaf kirkju sinni heilagan anda.

Heilagur andi hjálpar kirkjunni alltaf og alls staðar. Heilagur andi leiðir kirkjuna og helgar hana.

Allir meðlimir kirkjunnar þarfnast heilags anda til þess að verða helgir vottar Jesú. Heilagur andi býr í öllum þeim sem trúa á Jesú og lifa kristilegu lífi.

Heilagur andi hjálpar hinum trúuðu að lifa eins og Guðs börn.

Við ættum oft og einlæglega að hugsa um heilagan anda.

Við tignum heilagan anda svo að hann hjálpi okkur að verða heilög.

59. Hvernig kom heilagur andi yfir postulana?

Heilagur andi kom yfir postulana í líki elds.

60. Hvað gerði heilagur andi í postulunum?

Heilagur andi gerði postulana að hugrökkum vottum Jesú.

61. Gaf Jesús aðeins postulunum heilagan anda?

Jesús gaf allri kirkju sinni heilagan anda.

62. Hvað gerir heilagur andi í kirkjunni?

Heilagur andi leiðir kirkjuna og helgar hana.

63. Hvað gerir heilagur andi fyrir hina trúuðu?

Heilagur andi hjálpar hinum trúuðu að lifa eins og Guðs börn.

64. Hvers vegna tignum við heilagan anda?

Við tignum heilagan anda svo að hann hjálpi okkur að verða heilög.

  1. kafli

Heilög kirkja

Fjörutíu dögum eftir himnaför sína hélt Jesús aftur til himna. Áður hitti hann postula sína nokkrum sinnum. Í eitt skiptið fékk hann þeim það verkefni að boða öllum þjóðum fagnaðarboðskapinn. Allir menn áttu að kynnast ríki Guðs sem hófst í Jesú og með honum. Þess vegna stofnaði hann kirkju sína.

Jesús stofnaði kirkjuna til þess að halda áfram starfi sínu á jörðinni.

Því Jesús vill að allir menn verði hamingjusamir. Allir menn mega vera lærisveinar hans.

Kirkjan er samfélag allra manna sem skírðir hafa verið og trúa á gleðiboðskapinn um Guðs ríki.

Jesús er sjálfur leiðtogi kirkjunnar. Hann er höfuð hennar. Kirkjan er líkami hans.

Allir menn geta orðið meðlimir í kirkjunni. Það sagði Jesús postulum sínum.

Hver sem vill verða meðlimur í kirkjunni á að trúa á fagnaðarboðskap Jesú og láta skírast.

65. Hvers vegna stofnaði Jesús kirkjuna?

Jesús stofnaði kirkjuna til þess að halda áfram starfi sínu á jörðinni.

66. Hvað er kirkjan?

Kirkjan er samfélag allra þeirra manna sem skírðir hafa verið og trúa á gleðiboðskapinn um Guðs ríki.

67. Hvað verðum við að gera til þess að verða meðlimir kirkjunnar?

Hver sem vill verða meðlimur í kirkjunni á að trúa á fagnaðarboðskap Jesú og láta skírast.

  1. kafli

Stjórn kirkjunnar

Dag nokkurn valdi Jesús tólf postula úr hópi lærisveina sinna. Jesús vildi að lærisveinar sínir hefðu leiðtoga. Þess vegna valdi hann tólf postula.

Jesús útvaldi postulana til þess að stjórna kirkju sinni.

Jesús fékk postulanum Pétri sérstakt hlutverk. Í nafni Jesú átti Pétur að vera höfuð kirkjunnar. Hann átti að vera fyrir Jesú, því hann er áfram raunverulegt höfuð kirkjunnar. Pétur átti aðeins að vera staðgengill hans á jörðinni.

Pétur var útvalinn til þess að verða höfuð kirkjunnar á jörðinni í nafni Jesú.

Hinir postularnir hjálpa Pétri að stjórna kirkjunni. Ef nauðsyn krefst velja þeir sjálfir eftirmann hans.

Páfinn er eftirmaður Péturs. Hann er staðgengill Krists á jörðinni.

Eftirmenn hinna postulanna eru biskuparnir. Þeir stjórna ákveðnum hlutum kirkjunnar sem kallast biskupsdæmi.

Eftirmenn postulanna eru biskuparnir.

Biskuparnir stjórna ekki aðeins sínu biskupsdæmi, heldur hjálpa þeir líka páfanum að stjórna allri kirkjunni.

Biskuparnir stjórna biskupsdæmum sínum og ásamt páfanum stjórna þeir líka allri kirkjunni.

Biskupsdæmi eru stundum mjög stór. Biskupinn getur heldur ekki verið alls staðar í einu. Hann getur heldur ekki gert allt einn. Þess vegna velur hann sér aðstoðarmenn, prestana og djáknana. Þeir hjálpa honum að annast fólkið í biskupsdæminu.

Prestarnir og djáknarnir eru aðstoðarmenn biskupsins.

68. Hvers vegna útvaldi Jesús postulana?

Jesús útvaldi postulana til þess að stjórna kirkju sinni.

69. Hvaða sérstaka hlutverk fékk Pétur?

Pétur var valinn til þess að verða höfuð kirkjunnar á jörðinni í nafni Jesú.

70. Hver er eftirmaður Péturs?

Páfinn er eftirmaður Péturs. Hann er staðgengill Krists á jörðinni.

71. Hverjir eru eftirmenn postulanna?

Eftirmenn postulanna eru biskuparnir.

72. Hvert er hlutverk biskupanna?

Biskuparnir stjórna biskupsdæmum sínum og ásamt páfanum stjórna þeir líka allri kirkjunni.

73. Hverjir eru aðstoðarmenn biskupanna?

Prestarnir og djáknarnir eru aðstoðarmenn biskupanna.

  1. kafli

Kirkjan kennir okkur

Jesús vill að allir menn læri að þekkja Guð eins og hann raunverulega er og að þeir læri að elska hann. Þess vegna útvaldi hann postulana og eftirmenn þeirra.

Páfinn og biskuparnir eru kennarar kirkjunnar.

Jesús lofaði að senda þessum kennurum kirkjunnar sérstaka hjálp, heilagan anda.

Heilagur andi hjálpar páfanum og biskupunum að útskýra kenningar Jesú á réttan hátt.

Þegar páfinn og biskuparnir útskýra fyrir okkur það sem Jesús kenndi, getur þeim ekki skjátlast. Þeir eru óskeikulir, þökk sé heilögum anda. Jesús gaf fyrst og fremst páfanum hjálp heilags anda. Hann er höfuð kirkjunnar og staðgengill Jesú á jörðinni. En biskuparnir fá líka hjálp heilags anda þegar þeir útskýra inntak trúarinnar með páfanum. Þá getur þeim heldur ekki skjátlast.

Aðeins páfanum og biskupunum með honum getur ekki skjátlast þegar þeir útskýra intak trúarinnar. Þeir eru óskeikulir.

74. Hverjir eru kennarar kirkjunnar?

Páfinn og biskuparnir eru kennarar kirkjunnar.

75. Hvernig hjálpar heilagur andi páfanum og biskupunum?

Heilagur andi hjálpar páfanum og biskupunum að útskýra kenningar Jesú á réttan hátt.

76. Hvað merkir það að páfinn og biskuparnir séu óskeikulir?

Aðeins páfanum og biskupunum með honum getur ekki skjátlast þegar þeir útskýra inntak trúarinnar.

  1. kafli

Hvað kennir kirkjan okkur?

Hvernig veit kirkjan hvað Jesús kenndi? Í fyrstu heyrði kirkjan það frá Jesú sjálfum. Það voru einkum postularnir sem sáu og heyrðu það sem Jesús gerði og kenndi. Eftir dauða Jesú fóru þeir víða um og sögðu allt þetta öðru fólki. Það sem Jesús gerði og kenndi varðveittist munnlega. Það kallast erfikenning.

Erfikenning er kenning kirkjunnar sem postularnir hafa varðveitt og kennt öðrum.

Mikilvægasti hluti þessarar erfikenningar er í Biblíunni. Þar getum við lesið söguna af samskiptum Guðs við mennina og einnig hvað Jesús gerði og kenndi.

Biblían var rituð undir leiðsögn heilags anda.

Biblían skiptist í tvo hluta: Gamla og Nýja testamentið.

Í Gamla testamentinu er saga samskipta Guðs við mennina fyrir fæðingu Jesú. Í Nýja testamentinu er sagt frá því sem Jesús gerði og kenndi og hvernig við eigum að skilja það.

Nú vitum við hvernig kirkjan veit hvað Jesús kenndi:

Kirkjan veit hvað Jesús kenndi úr erfikenningunni og einkum þó úr Biblíunni.

77. Hvað er erfikenningin?

Erfikenning er kenning kirkjunnar sem postularnir hafa varðveitt og kennt öðrum.

78. Hvernig var Biblían skrifuð?

Biblían var rituð undir leiðsögn heilags anda.

79. Hvað stendur í Gamla testamentinu?

Í Gamla testamentinu er saga samskipta Guðs við mennina fyrir fæðingu Jesú.

80. Hvað stendur í Nýja testamentinu?

Í Nýja testamentinu er sagt frá því sem Jesús gerði og kenndi og hvernig við eigum að skilja það.

81. Hvernig veit kirkjan hvað Jesús kenndi?

Kirkjan veit hvað Jesús kenndi úr erfikenningunni og einkum þó úr Biblíunni.

  1. kafli

Náðin

Guð elskar mennina. Hann óskar þess að allir menn verði hamingjusamir. Guð sendi son sinn Jesú til jarðarinnar til þess að vísa mönnum veginn til hamingjunnar. Hann opnaði okkur leiðina til himna. Nú getum við aftur orðið fullkomlega hamingjusöm.

Guð hjálpar okkur að komast til himna. Hann gefur okkur til þess náð sína.

Náðin er hjálp Guðs til þess að komast til himna.

Að komast til himna merkir: að helgast. Þökk sé Guði getum við orðið heilög.

Vegna hinnar helgandi náðargjafar lifir Guð sjálfur í okkur.

Guð gefur öllum mönnum þessa náð. Þeir fá þessa náð fyrst og á sérstakan hátt í skírninni.

Við hljótum helgandi náð fyrst í skírninni.

Guð hjálpar okkur aftur og aftur. Hann elskar okkur takmarkalaust. Við getum að vísu flúið Guð en ást hans dofnar ekki. Það er undir okkur komið hvort við höfnum ást hans eða ekki. En vegna þess að hann elskar okkur getum við sífellt öðlast náðina aftur.

Helgandi náð öðlumst við aftur með einlægum skriftum.

82. Hvað er náð?

Náðin er hjálp Guðs til þess að komast til himna.

83. Hvað gerist vegna helgandi náðar?

Vegna hinnar helgandi náðargjafar lifir Guð sjálfur í okkur.

84. Hvenær hljótum við fyrst helgandi náð?

Við hljótum helgandi náð fyrst í skírninni.

85. Hvernig öðlumst við aftur helgandi náð?

Helgandi náð öðlumst við aftur með einlægum skriftum.

  1. kafli

Kirkjan veitir okkur sakramentin

Við trúum því að Guð elski okkur. Á mikilvægum stundum í lífi okkar sjáum við það líka eða heyrum, því Jesús sendi kirkju sinni sjö tákn. Í þessum táknum hljótum við ást og náð Guðs. Þessi tákn köllum við „sakramenti“.

Sakramentin eru heilög orð og athafnir sem Guð notar til að veita okkur náð.

Dæmi um náðargjafirnar eru þessi: Í skírninni hljótum við þá náð að Guð tekur sér bústað í okkur.

Í altarissakramentinu styrkist líf Guðs í okkur.

Þegar við verðum alvarlega veik hljótum við náð sakramentis sjúkra.

Þannig er til sakramenti fyrir hverja stund lífs okkar. Við fáum hjálp Guðs með sakra­mentunum á nákvæmlega réttum tíma í lífi okkar. Jesús gaf kirkju sinni þessi sakramenti.

Til eru sjö sakramenti: Skírnin, fermingin, altarissakramentið, skriftirnar, sakra­menti sjúkra, prestvígsla og hjónabandssakramentið.

Við tengjumst Jesú afar nánum böndum með þremur þessara sakramenta: Í skírninni, í fermingunni og í prestvígslunni. Þessi sakramenti gefa okkur óafmáanleg einkenni. Þau líkjast stimpli í bók eða brennimarki sem hirðir setur á fé sitt. Það er merki um eignarrétt.

Skírnina, ferminguna og prestvígsluna getum við aðeins hlotið einu sinni.

86. Hvað eru sakramenti?

Sakramentin eru heilög orð og athafnir sem Guð notar til að veita okkur náð.

87. Hvað eru sakramentin mörg?

Til eru sjö sakramenti: Skírnin, fermingin, altarissakramentið, skriftirnar, sakramenti sjúkra, prestvígsla og hjónabandssakramentið.

88. Hvaða sakramenti getum við aðeins hlotið einu sinni?

Skírnina, ferminguna og prestvígsluna getum við aðeins hlotið einu sinni.

  1. kafli

Heilög skírn

Allir menn eru börn Guðs því Guð skapaði þá. En strax eftir sköpunina syndguðu fyrstu mennirnir. Þeir sneru baki við Guði. Þeir vildu komast af án hans. Með þessu eyðilagðist samband mannanna við Guð en einnig skipulag mannlífsins og sjálf reglan í sköpuninni. Þessi frumsynd mannanna kallast erfðasynd. Versta afleiðing hennar var sú að menn komust ekki lengur tafarlaust til himna.

Jesús kom í heiminn til þess að bæta þetta samband og koma reglu aftur á. Hann var okkur mönnunum afar nálægur. Hann vildi búa með okkur og í okkur. Þess vegna erum við skírð.

Með skírninni meðtökum við líf Guðs í okkur.

Skírnin er fyrsta sakramentið sem við hljótum. Við verðum börn Guðs á sérstakan hátt. Við verðum börn Guðs á sama hátt og Jesús. Röng framkoma okkar við Guð og hvert við annað hreinsast og einnig sköpunin sjálf. Í skírninni er venjulegt vatn notað til þess. Það táknar að við erum „þvegin“ til að „hreinsast“.

Í skírninni er erfðasyndin þvegin í burtu.

Mikilvægt er að sem flestir skírist. Þeir tilheyra hver öðrum eins og sönn Guðs börn. Þeir mynda eina fjölskyldu, kirkjuna.

Í skírninni verðum við sönn Guðs börn og meðlimir kirkjunnar.

En skírnin gerir ráð fyrir að við trúum á gæsku Guðs, á Jesú, frelsara okkar, og heilagan anda. Lítil börn geta ekki sagt þetta sjálf. Þess vegna segja foreldrar þeirra það fyrir þau. Þeir lofa líka að hjálpa barni sínu að trúa á Guð og elska hann. Hinu sama lofa skírnarvottar barnsins.

Foreldrarnir og skírnarvottarnir lofa við skírnina að hjálpa barninu til þess að trúa á Guð.

89. Hvað hljótum við í skírninni?

Með skírninni meðtökum við líf Guðs í okkur.

90. Hvað er þvegið af okkur í skírninni?

Í skírninni er erfðasyndin þvegin í burtu.

91. Hverjar eru afleiðingar skírnarinnar?

Í skírninni verðum við sönn Guðs börn og meðlimir kirkjunnar.

92. Hverju lofa foreldrar og skírnarvottar við skírnina?

Foreldrarnir og skírnarvottarnir lofa við skírnina að hjálpa barninu til þess að trúa á Guð.

  1. kafli

Heilög ferming

Við vorum skírð þegar við vorum svo lítil að við gátum ekki einu sinni talað rétt. Þannig urðum við Guðs börn. En við urðum að læra það seinna hvað þetta táknaði. Nú erum við orðin stærri og höfum heyrt ýmislegt um Guð. Við vitum að hann elskar okkur.

Við eigum að svara þessari ást Guðs. Við eigum sjálf að elska Guð og við eigum að sýna það öðrum. Þeir eiga að vita að við tilheyrum Guði. Þeir eiga að heyra og sjá að Guð leiðir okkur. Guð vill hjálpa okkur við þetta. Þegar við stundum grunnskólanám hljótum við þess vegna mikilvægt sakramenti, heilaga fermingu.

Í heilagri fermingu meðtökum við Heilagan anda.

Heilagur andi var fyrst sendur postulum Jesú á hvítasunnuhátíðinni. Hann hvatti þá til að bera vitni um trú sína á Jesú. Jesús sjálfur meðtók Heilagan anda. Það gerðist þegar Jóhannes skírði hann í ánni Jórdan. Í einingu Heilags anda gat hann nú hafið endurlausnarverk sitt í heiminum.

Heilagur andi kemur einnig til okkar svo að við verðum trúarvottar og höldum áfram starfi Jesú.

Heilagur andi gefur okkur ljósið og kraftinn til að lifa eins og Guð vill helst.

Heilagur andi hjálpar okkur með fermingunni til að lifa eins og sannir kristnir menn og bera vitni um trú okkar.

Við hljótum sakramenti fermingarinnar með handayfirlagningu og smurningu með olíu. Yfirleitt framkvæmir biskup athöfnina, en prestur getur einnig gert það í nafni biskupsins.

93. Hvað meðtökum við í heilagri fermingu?

Í heilagri fermingu meðtökum við Heilagan anda.

94. Hvernig hjálpar heilagur andi okkur í heilagri fermingu?

Heilagur andi hjálpar okkur með fermingunni til að lifa eins og sannir kristnir menn og bera vitni um trú okkar.

95. Hvernig hljótum heilaga fermingu?

Við hljótum sakramenti fermingarinnar með handayfirlagningu biskups og smurningu með olíu.

  1. kafli

Heilagt altarissakramenti og síðasta kvöldmáltíðin

Kvöldið fyrir þjáningar sínar settist Jesús í síðasta sinn til borðs með vinum sínum. Þeir héldu páskahátíð Gyðinga.

Jesús varð sorgmæddur. Hann vissi að einn þeirra myndi svíkja sig. Hann sagði þeim það líka. Það var Júdas Ískaríot sem varð svikarinn. Hann yfirgaf herbergið sem þeir sátu í. Hann seldi Jesú fyrir þrjátíu silfurpeninga. En Jesús tók fram brauð. Hann horfði til himins og bað til Guðs. Þá braut hann brauðið og gaf það lærisveinum sínum. Hann sagði:

„Takið og etið, þetta er líkami minn.“

Lærisveinarnir skildu ekki þá hvað Jesús átti við með þessu. En þeir neyttu brauðsins fullir lotningar, því þeir vissu að Jesús meinti raunverulega það sem hann sagði.

Þá tók Jesús bikar fullan af víni. Hann rétti hann lærisveinum sínum og sagði:

„Drekkið allir hér af. Þetta er kaleikur hins nýja og eilífa sáttmála. Blóð mitt, sem úthellt er fyrir yður til fyrirgefningar syndanna.“

Með þessu gaf Jesús postulum sínum mikilvægasta tákn ástar sinnar. Það er altarissakramentið.

Í síðustu kvöldmáltíðinni stofnaði Jesús altarissakramentið.

Í þessu sakramenti er Jesús ætíð hjá okkur.

Í altarissakramentinu gerbreytist brauð og vín í líkama og blóð Jesú.

Jesús vill að við þiggjum oft þetta sakramenti. Hann gaf postulunum í sínu nafni vald til þess að breyta brauði og víni í líkama hans og blóð. Hann sagði við þá:

„Gerið þetta í mína minningu.“

96. Hvað sagði Jesús í síðustu kvöldmáltíðinni yfir brauðinu?

„Takið og etið, þetta er líkami minn.“

97. Hvað sagði Jesús yfir bikarnum með víninu?

„Drekkið allir hér af. Þetta er kaleikur hins nýja og eilífa sáttmála. Blóð mitt, sem úthellt er fyrir yður til fyrirgefningar syndanna.“

98. Hvenær stofnaði Jesús altarissakramentið?

Í síðustu kvöldmáltíðinni stofnaði Jesús altarissakramentið.

99. Hvað gerist í altarissakramentinu?

Í altarissakramentinu gerbreytist brauð og vín í líkama og blóð Jesú.

100. Hvað sagði Jesús postulum sínum að gera?

„Gerið þetta í mína minningu.“

  1. kafli

Heilagt altarissakramenti og krossfórnin

Eftir síðustu kvöldmáltíðina gekk Jesús með vinum sínum í grasgarðinn. Þar varð hann mjög hræddur. Hann bað föðurinn að bjarga sér úr neyð sinni, en lofaði honum líka að hann myndi í öllu fara að vilja hans.

Júdas sveik Jesú með kossi og hermennirnir handtóku Jesú. Leiðtogar Gyðinga dæmdu hann til dauða og rómverski landstjórinn Pílatus lét fullnægja dauðadómnum.

Jesús bar sjálfur krossinn til Golgata. Þar var hann negldur á krossinn og dó.

Jesús gaf líf sitt til friðþægingar fyrir syndir mannanna. Vegna þessarar fórnar hans opnaðist mönnum aftur leiðin til himna. Nú gátu þeir orðið hamingjusamir aftur.

Í sérhverri messu gerist það sem gerðist á Golgata, Jesús fórnar sér fyrir föður sinn.

Jesús er alltaf sá sem færir þessa fórn. Presturinn talar og starfar í hans nafni.

Í messunni tilbiðjum við krossfórn Jesú.

Mikilvægasta stund messunnar er gjörbreytingin. Þá fer presturinn með orð Jesú. Eftir þessi orð er ekki lengur brauð og vín á altarinu, heldur líkami og blóð Jesú, þó að við sjáum bæði brauðið og vínið og getum bragðað það síðar.

Eftir gjörbreytinguna hafa vínið og brauðið breyst í líkama og blóð Jesú.

Presturinn krýpur í tilbeiðslu fyrir framan líkama og blóð Jesú.

Þegar við meðtökum brauðið í messunni - gjörbreytt brauðið - þá meðtökum við Jesú fullkomlega.

Jesús er algjörlega viðstaddur í brauðinu og víninu, sem hefur breyst í blóð hans.

Við ættum alltaf að ganga til altaris full lotningar, því þá kemur Jesús sjálfur til okkar. Við ættum að þakka honum fyrir að koma og trúa honum fyrir öllu sem okkur liggur á hjarta.

101. Hvað tilbiðjum við í messunni?

Í messunni tilbiðjum við krossfórn Jesú.

102. Í hvað hafa brauðið og vínið breyst eftir gjörbreytinguna?

Eftir gjörbreytinguna hafa vínið og brauðið breyst í líkama og blóð Jesú.

103. Er Jesús aðeins viðstaddur í brauðinu?

Jesús er algjörlega viðstaddur í brauðinu en einnig í víninu, sem hefur breyst í blóð hans.

  1. kafli

Messan

Við höldum heilaga messu til þess að þakka Guði. Við biðjum Guð líka að fyrirgefa okkur syndir okkar og við biðjum hann einnig að hjálpa okkur að lifa kristilegu lífi.

Messan skiptist í tvo hluta: Orðsþjónustuna og altarisþjónustuna.

Í orðsþjónustunni heyrum við orð Guðs.

Fyrst heyrum við frásagnir úr sögu Ísraelsþjóðarinnar eða frá lærisveinum og postulum Jesú eða útskýringar á vilja Guðs og kenningum Jesú. Að því loknu er alltaf lesinn hluti úr guðspjöllunum. Þar talar Jesús sjálfur til okkar. Á meðan rísum við úr sætum í lotningu.

Í altarisþjónustunni fórnum við Guði brauði og víni, sem breytast í líkama og blóð Jesú.

Í bergingunni er okkur fenginn líkami Jesú.

Í messunni meðtökum við orð Guðs í hjörtu okkar. Við játum trú okkar á það. Við færum okkur sjálf Guði í brauðinu og víninu. Við þökkum fyrir fórn Jesú og felum kirkjuna, mannkynið allt, einkum ættingja okkar - látna og lifandi - og okkur sjálf náð Guðs á vald. Þetta gerum við einkum eftir berginguna.

Eftir berginguna þökkum við Guði fyrir þá gjöf að Jesús kom til okkar.

104. Hvað skiptist messan í marga hluta?

Messan skiptist í tvo hluta: Orðsþjónustuna og altarisþjónustuna.

105. Hvað gerist í orðsþjónustunni?

Í orðsþjónustunni heyrum við orð Guðs.

106. Hvað gerist við altarisþjónustuna?

Í altarisþjónustunni sameinumst við fórn Jesú og felum alla þá sem við viljum minnast góðum Guði á vald.

107. Hvað gefur Guð okkur í bergingunni?

Í bergingunni er okkur fenginn líkami Jesú.

108. Hvað eigum við að gera eftir berginguna?

Eftir berginguna þökkum við Guði fyrir þá gjöf að Jesús kom til okkar.

  1. kafli

Við reynum að verðskulda altarisgönguna.

Áður en við förum í veislu skoðum við hendur okkar og föt og göngum úr skugga um að þau séu hrein og í lagi.

Þegar við förum til kirkju heimsækjum við Guð sjálfan í Jesú, syni hans. Hans vegna reynum við því að líta vel út.

Hér skiptir ytra útlit ekki mestu máli, heldur er innri hreinleiki miklu mikilvægari. Eru hugsanir okkar hreinar? Erum við hreinskiptin og kærleiksrík við aðra? Viljum við opna okkur algjörlega fyrir Guði og gjöfum hans?

Ef við komumst að því að svo sé ekki, ættum við fyrst að biðja um fyrirgefningu og bæta fyrir það sem rangt var. Eftir það megum við ganga til Jesú.

Við verðskuldum altarisgönguna ef við játumst leiðbeiningum Jesú innra með okkur.

Fyrir kemur að menn gera stór mistök og fara ekki að boðum Guðs í mikilvægum málum. Það köllum við „stórar syndir“.

Skrifta skal fyrir stórar syndir áður en gengið er til altaris. Eftir það verðskuldum við altarisgönguna.

Ýmislegt annað er til marks um það að við göngum með lotningu til altaris, svo sem að við borðum ekki skömmu áður, borðum heldur ekki í messunni og tölum hvorki né hlæjum í kirkjunni. Við eigum að hafa allan hugann við Jesú og komu hans til okkar.

Við borðum ekki í klukkustund fyrir altarisgönguna.

109. Hvenær verðskuldum við að ganga til altaris?

Við verðskuldum að ganga til altaris ef við iðrumst yfirsjóna okkar og samband okkar við Guð og menn er gott.

110. Hvað eiga þeir að gera sem hafa drýgt stórar „syndir“?

Þeir eiga að skrifta áður en þeir ganga til altaris.

111. Hvernig eigum við að sýna lotningu okkar á Jesú í messunni og áður en við göngum

til altaris?

Við eigum að sýna lotningu okkar með því að borða ekki klukkustund fyrir messuna og borða heldur ekki í kirkjunni eða tala þar við aðra.

  1. kafli

Jesús er enn nærverandi eftir messuna

Að lokinni messu eru oftast oblátur afgangs. Þær eru geymdar í fallegum bikar sem kallast „siboría“ eða huslker.

Við varðveitum heilagar obláturnar í huslkerinu.

Þessi siboría er geymd í fallegum skáp á altarinu, til hliðar við það eða á bak við það. Þessi skápur kallast tabernakel, sakramentishús eða guðslíkamahús.

Huslkerið stendur í guðslíkamahúsinu.

Rétt við guðslíkamahúsið brennur alltaf ljós á bak við rautt gler. Það kallast „ ljósið eilífa“. Það sýnir okkur að Jesús er þar nærverandi. Við getum því alltaf fundið Jesú í kirkjunni, í guðslíkamahúsinu.

Það er ágætt að ganga stundum til kirkju til þess að heilsa Jesú og ræða stuttlega við hann um það sem ræður óskum okkar og hugsun þá stundina.

Jesús er alltaf í kirkjunni.

Í guðslíkamahúsinu er einnig varðveitt stór obláta. Stundum nær presturinn í hana og setur hana í fallegan skáp svo að við getum séð oblátuna. Þessi skápur kallst monstrans eða sýniker. Presturinn gerir þetta eftir altarisgönguna eða utan messutíma. Þá getum við tilbeðið Jesú, sungið fyrir hann eða talað við hann.

Oblátan er sett í sýnikerið svo að hægt sé að tilbiðja Jesú.

Einu sinni á ári er sýnikerið með oblátunni borið í helgigöngu um kirkjuna eða fyrir utan hana. Það kallast „helgiganga með hið allrahelgasta“. Þetta gerist á dýradegi.

Í helgigöngunni heiðrum við Jesú og þökkum honum með bænum og söngvum sérstaklega fyrir nærveru hans meðal okkar og biðjum hann að vernda okkur og alla menn.

112. Hvar eru heilagar obláturnar varðveittar?

Við varðveitum heilagar obláturnar í huslkerinu.

113. Hvar stendur huslkerið?

Huslkerið stendur í guðslíkamahúsinu.

114. Hvar er Jesús alltaf nærverandi?

Jesús er alltaf nálægt okkur í kirkjunni.

115. Hvers vegna setur presturinn stundum stóra oblátu í sýnikerið?

Oblátan er sett í sýnikerið svo að hægt sé að tilbiðja Jesú.

116. Hvað gerum við þegar presturinn sýnir okkur sýnikerið með oblátunni?

Meðan presturinn sýnir okkur oblátuna biðjum við til Jesú, lofum hann og þökkum og biðjum hann að biðja fyrir okkur hjá Guði föður.

117. Hvað gerum við í helgigöngunni með hið allrahelgasta?

Í helgigöngunni heiðrum við Jesú og þökkum honum með bænum og söngvum sérstaklega fyrir nærveru hans meðal okkar og biðjum hann að vernda okkur og alla menn.

  1. kafli

Syndin

Oftast reynum við að haga okkur vel og fylgja leiðbeiningum foreldra okkar og kennara. En stundum kemur fyrir að við óhlýðnumst og gerum ekki það sem rétt er að gera heldur alveg öfugt við það. Þá erum við frek, löt, eigingjörn eða þrjósk. Stundum skemmum við leik, rífumst við aðra, erum afbrýðisöm, skrökvum, sökum aðra um að hafa brotið af sér eða tölum illa um þá.

Þegar við högum okkur svona, truflum aðra eða erum til leiðinda, eða jafnvel vond, og höldum því áfram þó að við vitum að það er alls ekki rétt, þá kallast það „synd“.

Syndir eru meðvituð og viljandi brot á kærleiksboðum Guðs.

Ekki eru allar syndir jafn slæmar. Það er rangt að toga í eyrað á bekkjarfélaga sínum í skólanum og meiða hann, en það er ekki jafn slæmt og að aka svo hratt á bíl að maður getur ekki sveigt framhjá barni og það slasast illa. Enn verra er ef einhver drepur annan vegna haturs eða til þess að komast yfir peninga.

Til eru „stórar“ og litlar „syndir“. Ef við drýgjum stórar syndir snúum við ekki aðeins baki við mönnum, heldur einnig Guði föður. Þá erum við ekki lengur börn Guðs. En þetta samband okkar við Guð skaðast líka ef við drýgjum litlar syndir.

Fyrirgefningu stórra synda er aðeins hægt að fá með einlægum skriftum. Við eigum einnig að skrifta fyrir „litlar“ syndir, en þær fyrirgefast líka ef beðið er í einlægni um fyrirgefningu, einkum í syndajátningunni í upphafi messunnar.

Rétt er að við hugsum um litlu syndir okkar áður en við förum að sofa á hverju kvöldi, biðjum Jesú um fyrirgefningu og einsetjum okkur að bæta samband okkar daginn eftir við þá sem við brutum gegn. Í næstu skriftum ættum við að nefna helstu smásyndirnar.

Stundum finnum við fyrir þörf eða hvöt til að gera rangt eða láta hjá líða að gera gott. Það kallast freisting en ekki synd. Við eigum að biðja Jesú að hjálpa okkur að láta ekki undan freistingum.

118. Hvað eru syndir?

Syndir eru meðvituð og viljandi brot á kærleiksboðum Guðs.

119. Eru allar syndir jafn slæmar?

Nei, til eru stórar og litlar syndir.

120. Hvernig eru stórar syndir fyrirgefnar?

Fyrirgefningu stórra synda er aðeins hægt að fá með einlægum skriftum.

121. Hvernig eru litlar syndir fyrirgefnar?

Litlar syndir eru líka fyrirgefnar í skriftunum, en einnig með iðrandi bæn.

33. kafli

Iðrunin

Oftast viljum við ekki gera rangt eða vanrækja að gera það sem gott er. En þrátt fyrir það gerum við og segjum oft það sem ekki ætti að gera. Á eftir hugsum við með okkur: Þetta var rangt, þetta hefði ég ekki átt að gera. Stundum vanrækjum við líka að gera það sem gott er og þá líður okkur heldur ekki vel. Þessa tilfinningu köllum við „iðrun“.

Þegar við gerum rangt eða vanrækjum eitthvað, eigum við að iðrast. Ekki aðeins innra með okkur, heldur eigum við að tjá þeim iðrun okkar sem við höfum sært eða brotið gegn eða valdið vonbrigðum. Og einnig gagnvart Guði, því sársauki og þjáning hvers manns nær einnig til hans, því hann er reyndar faðir allra. Og Jesús bar þjáningar allra manna með þeim. „Það sem þú gerir meðbróður þínum gerir þú einnig mér“, sagði hann.

Iðrun er skilyrði fyrir því að hljóta fyrirgefningu.

En við ættum ekki að hugsa sem svo: Ég iðrast afbrota minna í dag en á morgun geri ég aftur það sama. Þetta er ekki einlæg iðrun. Einlæg iðrun táknar það að við höfum einlægan ásetning um að endurtaka ekki mistök okkar, í hvert skipti sem okkur verður eitthvað á.

Sönn iðrun er að við einsetjum okkur að gera betur í framtíðinni.

122. Hvað er nauðsynlegt skilyrði fyrir því að hljóta fyrirgefningu?

Iðrun er skilyrði fyrir því að hljóta fyrirgefningu.

123. Hvenær er iðrun okkar einlæg?

Iðrun okkar er einlæg þegar við iðrumst afbrota okkar í fullri alvöru og einsetjum okkur að endurtaka þau ekki.

34. kafli

Skriftirnar

Þegar við höfum gert eitthvað rangt eða sært einhvern með orðum, þá eru til margar leiðir til að bæta sambandið við þann sem brotið var gegn. Við getum beðið viðkomandi að fyrirgefa okkur og við getum sýnt það með ýmsu móti að við sjáum eftir því sem gerðist. Þetta gerum við oft gagnvart foreldrum, kennurum, leikfélögum okkar og öðru fólki.

Öll afbrot okkar snerta einnig Guð því hann stendur ekki utan við heim okkar heldur býr hann mitt á meðal okkar. Við eigum líka að biðja hann fyrirgefningar þegar við höfum brotið af okkur eða vanrækt að gera gott. Og við eigum að sýna honum að við viljum aftur lifa í fullkominni einingu við hann.

Jesús gaf okkur sakramenti fyrirgefningar syndanna: Skriftirnar.

Presturinn fyrirgefur okkur syndirnar í nafni Jesú ef við iðrumst þeirra einlæglega frammi fyrir honum.

Jesús gaf prestunum vald til fyrirgefa syndir í hans nafni.

Hvernig á að skrifta rétt?

Í fyrsta lagi: Við eigum að iðrast synda okkar í einlægni.

Í öðru lagi: Við eigum að játa mikilvægar syndir fullkomlega og undanbragðalaust.

Í þriðja lagi: Við verðum að vilja bæta fyrir misgjörðir okkar og yfirsjónir, bæði gagnvart Guði og mönnum. Presturinn lætur okkur þess vegna gera yfirbót, að biðja bænar eða gera góðverk.

Góðar skriftir krefjast iðrunar, einlægrar syndajátningar og yfirbótar.

Litlar syndir eru einnig fyrirgefnar í einlægri bæn, en alltaf er þó gott að nefna þær líka í skriftunum, því skriftirnar styrkja einnig þann vilja okkar að verða betra fólk. Þær styrkja líka og efla samband okkar við Jesú.

Reglulegar skriftir styrkja vináttu okkar við Jesú.

124. Hvað eru skriftir?

Skriftir eru sakramenti þar sem Jesús fyrirgefur okkur syndir okkar.

125. Hverjum gaf Jesús vald til að fyrirgefa syndir?

Jesús gaf prestunum vald til fyrirgefa syndir í hans nafni.

126. Hvernig á að skrifta rétt?

Réttar skriftir krefjast þess að við iðrumst synda okkar af einlægni, að við játum syndirnar fullkomlega og undanbragðalaust og að við vinnum yfirbótarverk.

127. Hvers vegna er gott að skrifta reglulega?

Reglulegar skriftir styrkja vináttu okkar við Jesú.

35. kafli

Hjónabandssakramentið

Þegar við erum viðstödd hjónavígslu í kirkju, heyrum við að brúðhjónin gefa hvort öðru loforð. Þau lofa að elska alltaf hvort annað, vera alltaf saman og ala þau börn upp saman sem Guð kann að gefa þeim.

Þau segja þetta ekki aðeins hvort við annað heldur einnig frammi fyrir Guði. Hann veitir þeim öfluga blessun. Presturinn fer með þessa blessun.

Þess vegna er hjónavígslan sakramenti, öflugt tákn um náð Guðs.

Hjónabandið er samband karls og konu sem endist allt lífið. Það er vilji Guðs. Hann styrkir þetta samband. Það sem Guð hefur tengt saman geta menn ekki slitið sundur.

Guð stofnaði hjónabandið. Það varir þangað til annað hjónanna deyr.

Blessun Guðs yfir hjónunum birtist í stöðugri ást þeirra hvors til annars og í ávöxtum þessarar ástar, börnunum. Hjónin eiga að ala þau upp sem faðir og móðir. Ef þau gera það í krafti Guðs verður fjölskyldan hamingjusöm.

Jesús hjálpar karli og konu í hjónabandinu að lifa eftir Guðs vilja og ala upp þau börn sem Guð gefur þeim í ást og eindrægni.

128. Hvað er hjónabandssakramentið?

Hjónabandssakramentið er sakramenti þar sem karl og kona lofa hvort öðru eilífri ást og tryggð í krafti náðar Guðs.

129. Hvernig endar hjónabandið?

Hjónabandið endar aðeins þegar annað hjónanna deyr.

130. Hver stofnaði hjónabandið?

Guð stofnaði hjónabandið.

131. Hvernig hjálpar Jesús hjónunum?

Jesús hjálpar karli og konu í hjónabandinu að lifa eftir Guðs vilja og ala upp börnin sem Guð gefur þeim í ást og eindrægni.

36. kafli

Prestvígslan

Jesús vildi halda áfram að sjá um okkur mennina eftir himnaför sína. Þess vegna kallaði hann til sín nokkra menn sem hann fékk vald til að gefa öðrum mönnum hlutdeild í endurlausn sinni. Nú eru þessir menn prestarnir.

Prestarnir eru þeir lærisveinar Jesú sem hafa fengið það vald að leiða menn til Guðs.

Fremstur meðal prestanna er biskupinn. Hann er eftirmaður postulanna, lærisveina Jesú, sem stóðu næst honum og fengu öll völd hans frá honum.

Biskupinn velur sér staðgengla og aðstoðarmenn. Það eru prestarnir og djáknarnir. Hann vígir þá með handayfirlagningu og bæn til heilags anda. Biskupinn vígir presta og djákna.

Prestarnir, staðgenglar og aðstoðarmenn biskupsins lifa og starfa meðal manna. Þeir heimsækja fjölskyldurnar, einkum þá sem sjúkir eru, þjást eða eru einmana. Þeir safna saman æskufólki og veita börnum fræðslu um trúna. En mikilvægasta verkefni þeirra er að prédika og veita sakramentin, einkum altarissakramentið.

Aðrir vígðir aðstoðarmenn biskupsins eru djáknarnir. Þeir prédika líka og veita sakramenti, en aðeins skírnina. Við hjónavígsluna geta þeir beðið um blessun Guðs.

Allir, biskupinn, prestarnir og djáknarnir eiga að biðja daglega fyrir mönnunum sem þeir bera ábyrgð á.

132. Hvert er vald prestanna?

Prestarnir hafa vald til að leiða menn til Guðs.

133. Hver getur vígt presta og djákna?

Biskupinn vígir presta og djákna.

134. Hvert er mikilvægasta verkefni prestanna?

Mikilvægasta verkefni þeirra er að prédika og veita sakramentin, einkum altarissakramentið.

135. Hvað gerir djákninn?

Djákninn er aðstoðarmaður biskupsins, og hann boðar líka orðs Guðs og veitir skírnarsakramentið.

37. kafli

Sakramenti sjúkra

Jesú var alltaf mjög annt um sjúka og er það enn. Þess vegna fól hann postulum sínum og lærisveinum að heimsækja sjúka. Nú gera prestarnir það einkum.

Jesús gaf þeim vald til þess að gefa sjúklingum sakramenti sjúkra. Með bæn, handayfirlagningu og smurningu með olíu styrkir presturinn sjúklinginn með sakramenti sjúkra svo að þeir megi læknast, annað hvort með því að þeir komist sáttir til Guðs eða sjúkdómurinn batni.

Sakramenti sjúkra veitir sjúklingnum fyrirgefningu synda og lækningu.

Hvenær er beðið um smurningu sjúkra? Það er ekki gert ef maður kvefast og heldur ekki ef sjúklingurinn er næstum dáinn.

Við biðjum um sakramenti sjúkra ef einhver er alvarlega veikur og hætta er á að hann deyi bráðum.

Ef einhver nær heilsu á ný eftir að hafa fengið sakramenti sjúkra, en verður aftur alvarlega veikur, má hann aftur fá smurningu sjúkra.

Endurtaka má smurningu sjúkra við ný veikindi.

136. Hvers vegna er beðiðst fyrir við smurningu sjúkra?

Við smurningu sjúkra er beðið um fyrirgefningu synda og lækningu.

137. Hvenær á að biðja um smurningu sjúkra?

Við biðjum um sakramenti sjúkra ef einhver er alvarlega veikur.

138. Hve oft má fá smurningu sjúkra?

Endurtaka má smurningu sjúkra við hver ný veikindi.

38. kafli

Boðorð Guðs

Guð elskar okkur. Þess vegna vill hann gjarna, þegar þar að kemur, að við komum til hans til himna. En við verðum áður að sýna að við viljum meðtaka ást hans. Við eigum að tjá honum ást okkar á meðan við lifum hér á jörðinni. Það gerum við með því að lifa samkvæmt fyrirmælum hans og boðorðum.

Guð hefur skrifað boðorð sín í hjörtu allra manna. Hann boðaði þau þjóð sinni Ísrael, svo að mennirnir gætu lesið þau og skilið rétt. Hann gaf Móse, sendimanni sínum, boðorðin tíu á fjallinu Sínaí.

Boðorðin tíu frá Guði sýna okkur hvernig við eigum að lifa svo að við getum komist til himna.

Boðorð Guðs eru um samband okkar við aðra.

Þau kenna okkur að bera virðingu fyrir Guði og öðrum mönnum og bera ást til þeirra.

Við eigum að heiðra Guð og elska hann, leggja nafn hans ekki við hégóma og halda hvíldardaginn, dag Guðs, heilagan. Við eigum að bera hlýhug til meðbræðra okkar, elska þá og virða og forða þeim frá óhamingju og dauða. Við eigum að lifa okkar eigin lífi eins lengi og Guð vill, haga því eftir Guðs vilja og misnota það ekki til að fullnægja girndum okkar. Við eigum að vera heiðarleg, sanngjörn og kærleiksrík.

139. Hvað sýna boðorðin tíu frá Guði okkur?

Boðorðin tíu frá Guði sýna okkur hvernig við eigum að lifa svo að við getum komist til himna.

140. Hvað kenna boðorðin tíu okkur?

Þau kenna okkur að bera virðingu fyrir Guði og öðrum mönnum og bera ást til þeirra.

39. kafli

Boðorðin um Guð

Þrjú boðorð segja okkur hvernig við eigum að haga okkur gagnvart Guði:

  1. Þú skalt tilbiðja Guð einan og elska hann framar öllu öðru.

Vegna þess að Guð skapaði okkur og gaf okkur ást sína eigum við sífellt að þakka honum og tilbiðja hann með þakklæti.

Við tilbiðjum Guð til þess að þakka honum fyrir það að hann elskar okkur.

  1. Þú skalt ekki leggja nafn Guðs þíns við hégóma.

Nafn Guðs er stundum lagt við hégóma, einkum þegar við bölvum. Sá sem elskar Guð nefnir ekki nafn hans nema hann hafi eitthvað gott og fagurt í huga.

Við nefnum nafn Guðs aðeins til þess að heiðra það sem verðmætt er og fagurt í sköpuninni.

  1. Halda skaltu hvíldardaginn heilagan.

Einn dagur vikunnar er sérstaklega vígður Guði. Hvað okkur varðar, sem trúum á Jesú, frelsarann, er það sunnudagurinn, því að á þessum degi reis hann upp frá dauðum.

Á þessum degi eigum við ekki að vinna en gefa hann Guði og meðbræðrum okkar. Það er afar mikilvægt að við förum í kirkju á þessum degi og göngum til altaris.

Við helgum þennan dag Drottni með því að vinna ekki og ganga til kirkju.

141. Hvað segir fyrsta boðorðið?

Þú skalt tilbiðja Guð einan og elska hann framar öllu öðru.

142. Hvers vegna biðjum við til Guðs?

Við biðjum til Guðs til þess að þakka honum fyrir það að hann elskar okkur.

143. Hvað segir annað boðorðið?

Þú skalt ekki leggja nafn Guðs þíns við hégóma.

144. Hvað segir þriðja boðorðið?

Halda skaltu hvíldardaginn heilagan.

145. Hvernig helgum við sunnudaginn?

Við helgum þennan dag Drottni með því að vinna ekki og ganga til kirkju.

40. kafli

Boðorðin um mennina

Guð vill ekki að við elskum aðeins hann og heiðrum. Hann vill líka að við elskum og virðum aðra menn, því þeir eru allir börn hans.

Fyrst eigum við að hugsa til þeirra sem standa okkur næst og við eigum mest að þakka: Foreldra okkar og foreldra þeirra, systkina okkar og annarra ættingja, kennara og annarra yfirvalda í borg og sveit, en einnig til þeirra sem hjálpa okkur að elska Guð og fá hjálp frá honum: Prestanna og systranna.

Þess vegna segir fjórða boðorðið:

  1. Heiðra skaltu föður þinn og móður!

Fjórða boðorðið kennir okkur að sýna þeim virðingu og ást sem styðja okkur og annast um okkur í lífinu.

En við eigum einnig að virða aðra menn. Guð skapaði alla menn. Hann er herra lífsins. Þess vegna segir fimmta boðorðið:

  1. Þú skalt ekki morð fremja!

Þetta á við um aðra menn, en einnig okkur sjálf og reyndar hverja aðra lífveru. Við eigum að umgangast allt líf og alla sköpunina af virðingu.

Fimmta boðorðið kennir okkur að bera virðingu fyrir öllu sem lifir.

Að bera virðingu fyrir öðrum og sjálfum okkur merkir að við umgöngumst aðra menn og okkur sjálf samkvæmt vilja Guðs. Guð gaf mönnum líkama. Við eigum að hugsa vel um hann og einnig líta svo á að hann sé „heilagur“. Einkum með tilliti til þess að hann er gefinn okkur til þess að elska hvert annað og bera ávexti þessarar ástar. Við eigum að umgangast líkama okkur með hreinlyndi og fullri virðingu gagnvart sjálfum okkur og öðrum.

Sjötta boðorðið segir:

  1. Þú skalt ekki drýgja hór!

Þetta merkir að við eigum að nota líkama okkar og líkama annarra á „hreinlegan“ hátt, eins og samræmist áformum Guðs.

Við eigum því ekki að nota líkamann á eigingjarnan hátt eða að leika okkur með hann, heldur umgangast hann af ást og virðingu.

Guð gaf mönnunum hlutina í heiminum. Sérhver maður hefur fengið einhverja sérstaka hluti að gjöf eða unnið fyrir þeim. Við eigum að virða eigur annarra.

Þess vegna segir sjöunda borðið:

  1. Þú skalt ekki stela!

Sjöunda boðorðið segir okkur að við eigum að bera virðingu fyrir eigum annarra. Við megum því ekki taka þær, skemma eða eyðileggja, heldur virða þær og heiðra.

Ekki aðeins eigur manna eru helgar, heldur einnig mannorð þeirra. Við megum aldrei skemma það með því að bera út óhróður um aðra, - hvort sem það er satt eða ekki - eða saka þá opinberlega um afbrot sem við getum ekki sannað að þeir hafi framið, eða gera gys að þeim. Við eigum yfirleitt alltaf að segja sannleikann, því Guð elskar sannleikann. Aðeins sannleikurinn stendur að eilífu.

Áttunda boðorðið segir því:

  1. Þú skalt ekki bera ljúgvitni gegn náunga þínum! Þú skalt ekki tala illa um neinn og þú skalt alltaf segja sannleikann.

Boðorð Guðs eiga ekki aðeins við um það sem allir sjá, heldur einnig um hugsanir okkar, það sem býr í hjörtum okkar, því að Guð skoðar inn í hjörtu okkar.

Þess vegna segir níunda borðið:

  1. Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns!

Það er brot gegn virðingunni og ástinni sem við erum skyldug að fara eftir ef við viljum leika okkur með líkama okkar eða líkama annarra eða nota þá í eigingjörnum og slæmum tilgangi.

  1. Þú skalt ekki girnast eigur náunga þíns!

Afbrýðisemi og röng ágirnd eitra hjörtu okkar og kveikja hatur og óánægju. Þetta tvennt stendur aðallega í vegi fyrir ástinni.

146. Hvað segir fjórða boðorðið?

Heiðra skaltu föður þinn og móður!

147. Hvað kennir fjórða boðorðið okkur?

Fjórða boðorðið kennir okkur að sýna þeim virðingu og ást sem styðja okkur og annast um okkur í lífinu.

148. Hvað segir fimmta boðorðið?

Þú skalt ekki morð fremja!

149. Hvað kennir fimmta boðorðið okkur?

Fimmta boðorðið kennir okkur að bera virðingu fyrir öllu sem lifir.

150. Hvað segir sjötta boðorðið?

Þú skalt ekki drýgja hór!

151. Hvað kennir sjötta borðorðið okkur?

Við eigum ekki að nota líkamann á eigingjarnan hátt eða að leika okkur með hann, heldur umgangast hann af ást og virðingu.

152. Hvað segir sjöunda boðorðið?

153. Hvað kennir sjöunda boðorðið okkur?

Að við eigum að bera virðingu fyrir eigum annarra.

154. Hvað segir áttunda boðorðið?

155. Hvað kennir áttunda boðorðið okkur?

Áttunda boðorðið kennir okkur að virða alltaf mannorð annarra og að við eigum alltaf að segja sannleikann.

156. Hvað segir níunda borðorðið?

157. Hvað segir tíunda boðorðið?

158. Hvað sýna níunda og tíunda boðorðið okkur?

Níunda og tíunda boðorðið sýna okkur að Guð skoðar inn í hjörtu okkar og hann vill að þau séu hrein og þar sé aðeins ást að finna.

41. kafli

Bænin

Guð er skapari alls hins fagra sem til er. Hann skapaði okkur líka. Hann vill að við séum hamingjusöm vegna þess að hann elskar okkur.

Við viljum þakka honum fyrir það, það er að segja: Við biðjum.

Bænin er fyrst og fremst þakkargjörð fyrir allt sem Guð gefur okkur.

Guð er alltaf reiðubúinn til að hjálpa okkur. Hann hefur alltaf tíma fyrir okkur. Hann vill gjarna heyra frá okkur um það sem hefur áhrif á okkur, hvað við gerum og hvers við óskum okkur. Það er líka bæn að ræða um þessa hluti við Guð.

Þegar við tölum við Guð um allt sem hefur áhrif á okkur erum við líka að biðja.

Við þurfum margs að spyrja. Við viljum allt vita. Okkur langar í margt. Við viljum að óskir okkar rætist og að það sem við óttumst komi ekki fram.

Við leitum til foreldra okkar með spurningarnar, til afa og ömmu, kennaranna eða prestsins. En við ættum einnig að leita til Guðs með spurningar okkar. Hann veit allt og getur allt. Við ættum að leita til Guðs með allar spurningar okkar. Það er líka bæn.

Þegar við spyrjum Guð um eitthvað sem okkur liggur á hjarta er það líka bæn.

Guð veit ekki aðeins allt og getur allt, hann er líka vitur. Þess vegna veit hann að ekki eru allar spurningar okkar skynsamlegar, að ekki er hollt fyrir okkur að fá allt sem okkur langar í og að við skiljum ekki svörin við öllu því sem við spyrjum um. Guð gefur okkur það sem við þurfum á að halda. Við ættum að þakka honum fyrir það, líka þegar við fáum ekki svar frá Guði eða það verður annað en við bjuggumst við.

159. Hvað er bæn?

Bænin er í fyrsta lagi þakkargjörð til Guðs fyrir allt sem hann gefur okkur; í öðru lagi að segja Guði allt sem okkur liggur á hjarta og í þriðja lagi að bera spurningar okkar upp við Guð.

160. Hvers vegna svarar Guð ekki öllum spurningum okkar?

Guð veit betur en við sjálf hvað er hollt fyrir okkur.

42. kafli

Tignun heilagra

Þegar við lesum um ævi Jesú kynnumst við mörgu ágætu fólki sem stóð honum nærri. Það voru María, Jósef, Jóhannes skírari og postular hans, þeir Pétur og Jóhannes. Í aldanna rás hafa margir fleiri verið Jesú sérstaklega kærir og reyndu að lifa samkvæmt boðum hans. Þetta fólk nefnum við heilaga eða dýrlinga.

Heilagir eru þeir menn eða konur sem trúðu á Jesú og reyndu að lifa samkvæmt fyrirmælum hans.

Hinir heilögu voru ósköp venjulegt fólk eins og við. Þeir gerðu líka mistök. Þeir voru stundum óöruggir, sorgmæddir, daprir eða í vondu skapi. En þeir trúðu á Jesú, ást hans og vald. Þeir reyndu einnig alltaf að lifa samkvæmt fyrirmælum hans. Vegna náðar hans komust þeir öruggir til himna.

Heilagir eru þeir menn eða konur sem eru nú á himnum vegna náðar Jesú.

Margir þessara heilögu manna og kvenna hafa haldið sig svo vel við fyrirmæli Jesú að þau eru vel þekkt. Þau voru og eru fyrirmyndir okkar. Hinir heilögu búa nú á himnum, en gleyma okkur þó ekki. Þeir vilja vera árnaðarmenn okkar hjá Guði.

Við tignum heilaga vegna þess að þeir eru fyrirmyndir okkar og árnaðarmenn.

Eina heilaga konu tignum við alveg sérstaklega. Það er María, móðir Jesú. Hún stóð honum næst. Hún tilheyrði honum fölskvalaust. Jesús gaf hana okkur einnig sem móður.

Við tignum Maríu sérstaklega vegna þess að hún er móðir Jesú og þess vegna Guðsmóðir, af því að hún lifði syndlausu lífi og af því að hún er móðir okkar.

Við skulum oft hugsa til þessarar móður okkar. Við viljum gjarnan fela okkur henni á vald.

Við tignum Maríu og treystum henni fyrir okkur þegar við biðjum „Heil sért þú María“.

161. Hvað er heilagt fólk?

Heilagir eru þeir menn eða konur sem trúðu á Jesú og reyndu að lifa samkvæmt fyrirmælum hans og eru nú á himnum vegna náðar hans.

162. Hvers vegna tignum við heilaga?

Við tignum heilaga vegna þess að þeir eru fyrirmyndir okkar og árnaðarmenn.

163. Hvers vegna tignum við Maríu sérstaklega?

Við tignum Maríu sérstaklega vegna þess að hún er móðir Jesú og þess vegna Guðsmóðir, af því að hún lifði syndlausu lífi og af því að hún er móðir okkar.

164. Hvernig getum við auðsýnt Maríu sérstakan heiður?

Við heiðrum Maríu best með því að biðja „Heil sért þú María.“

43. kafli

Helvíti

Guð elskar okkur. Hann vill gera okkur hamingjusöm. Hann vill gera alla menn hamingjusama. Hann vill taka alla menn til sín til himna, að eilífu. En hvað nú ef einhver vill það ekki vegna þess að hann vill ekki trúa á Guð og segir: Ég kemst af án Guðs, ég lifi lífi mínu eftir eigin höfði og svo skulum við bara sjá til hvað gerist eftir dauðann!

Eða hvað verður ef einhver játar að Guð hafi ætlað honum gott hlutverk en hann sé einfaldlega ekki reiðubúinn að fylgja boðum Guðs vegna þess að það er svo erfitt að fara eftir þeim? Hann vill aðeins fara eftir eigin vilja. Hann heiðrar ekki Guð, biðst ekki fyrir og leitast aðeins við að fullnægja eigin óskum og þörfum, stundum á kostnað annarra. Hann auðsýnir enga lotningu, enga virðingu, engan náungakærleika. Hann veit líka að með þessu varpar hann frá sér eilífri sæluvist.

Þegar svona fólk heldur áfram að afneita Guði og iðrast þess ekki, og iðrast heldur ekki eigingirni sinnar, sjálfselsku, mistaka sinna og vanrækslu gagnvart meðbræðrum sínum - jafnvel ekki á andlátsstundinni - þá nær þetta fólk ekki eilífri sæluvist. Það á sjálft sök á þessu.

Hver sá sem misbýður Guði og mönnum í jarðlífinu og særir þá viljandi og meðvitað vegna þess að hann vill haga lífi sínu eftir eigin höfði, hann kemst ekki heim til Guðs eftir dauðann.

Helvíti er að vera einn eftir dauðann.

Þetta táknar ekki að við eigum að óttast það að lenda í helvíti við hver mistök og hverja synd. Því Guð er alltaf reiðubúinn að fyrirgefa okkur ef við játum syndir okkar og iðrumst.

Við þurfum ekki að óttast helvíti ef við biðjum sífellt um fyrirgefningu Guðs.

En framtíð þeirra sem ekki eru reiðubúnir til iðrunar er hræðileg! Getum við eitthvað gert til þess að þeir komist samt til himna? Já, við getum beðið fyrir þeim svo að þeir nái að hverfa frá lifnaðarháttum sínum. Guð vonar það og býður þeim náð sína til þess að það megi takast. Bænir okkar geta hjálpað til við það.

Við biðjum til Guðs að þessir syndarar snúi frá villu sinni.

165. Hvað er helvíti?

Helvíti er að vera alltaf einn eftir dauðann.

166. Hvers vegna þurfum við ekki að óttast helvíti?

Við þurfum ekki að óttast helvíti vegna þess að Guð er alltaf reiðubúinn að fyrirgefa okkur ef við iðrumst synda okkar.

167. Hvað getum við gert fyrir syndarana?

Við eigum að biðja fyrir syndurunum, svo að þeir snúi frá villu sinni.

44. kafli

Hreinsunareldurinn

Þegar við höfum brotið eitthvað af okkur - brotið rúðu í skólanum eða klórað bekkjarsystur okkar - þá iðrumst við þess eftir á, en samt finnum við til einhverrar sektarkenndar, jafnvel þó að bæði skólastjórinn og bekkjarsystirin segi: Þetta er fyrirgefið. Til þess að losna við sektarkenndina og til þess að sýna að við viljum bæta sambandið við þau, reynum við að gera eitthvað sérstakt fyrir skólastjórann og bekkjarsysturina. Við sýnum þeim hjálpfýsi óbeðin, við gefum þeim kannski súkkulaði.

Þegar við deyjum og komum fram fyrir Guð þá minnumst við mistaka okkar og synda. Við vitum reyndar að Guð hefur fyrirgefið okkur það, að það er allt gleymt og grafið, en samt finnum við til einhverrar sektarkenndar. Við viljum sýna Guði að við viljum bæta það sem aflaga fór. Þess vegna förum við ekki beint til himna heldur sýnum svolitla biðlund því við viljum sýna að okkur finnst við þess ekki verðug.

Hreinsunareldurinn er biðtíminn sem við tökum sjálf á okkur til þess að bæta fyrir syndir okkar áður en við göngum inn í himnaríki.

Til þess að stytta biðtíma hinna dánu getum við beðið fyrir þeim á jörðinni. Við getum hjálpað þeim að komast eins fljótt og mögulegt er til himna.

Við eigum að biðja fyrir látnum meðbræðrum okkar og systrum, að þau komist brátt heim til Guðs.

168. Hvað er hreinsunareldurinn?

Hreinsunareldurinn er biðtíminn sem mennirnir taka sjálfir á sig til þess að bæta fyrir syndir sínar áður en þeir ganga inn í himnaríki.

169. Hvað getum við gert fyrir þá sem bíða í hreinsunareldinum?

Við eigum að biðja fyrir látnum meðbræðrum okkar og systrum, svo að þau komist brátt heim til Guðs.

45. kafli

Himinninn

Guð elskar okkur. Hann vill gera okkur hamingjusöm að eilífu. Þess vegna býður hann okkur að búa hjá sér á himnum, að eilífu.

Ekkert er fegurra, ekkert færir okkur meiri hamingju en að vera í friði og ró heima hjá okkur. Þar líður okkur mjög vel, þar erum við óhult, ánægð og hamingjusöm.

Guð býður okkur þess konar heimili. Og engin hætta er á að friðurinn spillist þar, að við verðum óhamingjusöm eða vistin þar taki enda.

Himinninn er heimili þar sem alltaf ríkir ánægja og hamingja.

Þessi himinn er gjöfin mikla sem Jesús færði okkur öllum með kærleiksfórn sinni á krossinum.

En hvernig komumst við þangað? Hvað eigum við sjálf að gera til þess að hljóta þessa gjöf? Við þurfum aðeins að heiðra Guð í sífellu, þakka honum og biðja til hans og tengjast honum föstum böndum. En við verðum líka að virða aðra menn og elska. Það kenndi Jesús okkur. Heilagur andi gefur okkur kraft og þor til þess. Og þegar okkur mistekst og við förum ekki að vilja Guðs og auðsýnum meðbræðrum okkar ekki kærleika, þá eigum við að biðjast fyrirgefningar og byrja að nýju.

Til þess að komast til himna verðum við að elska Guð og meðbræður okkar og iðrast sífellt synda okkar.

170. Hvað er himinninn?

Himinninn er eilíf vist hjá Guði sem Jesús færði okkur.

171. Hvernig komumst við til himna?

Við komumst til himna ef við elskum bæði Guð og menn og iðrumst sífellt synda okkar.

1

32



Wyszukiwarka

Podobne podstrony:
katechezy, Katecheza 10, Katecheza dziesiąta
Katecheza 10, Katecheza KLASA CZWARTA
Katecheza 10 Dziękuję Ci Boże, za to że żyję
Katecheza 10 Matka Boża uczy kochać Jezusa
Katecheza 10
Katecheza 10
Katecheza 10 Chrzest czyni mnie dzieckiem Bożym
Katechetyka specjalna trzeci wykład  01 10
Sprawdzian Klasa II 10 przykazań, Katecheza szkolna, TESTY sprawdzające
ODSZYFRUJ-10, DO KATECHEZY
katechezy dp 11 10 2009
Dodatek - KDK 10 (I), 002 - KATECHEZA W GIMNAZJUM, Praktyki - Gim w Mrzeżynie
10 przykazań WG BIBLII NIE KATECHIZMU
2013 10 30 Katecheta flirtował z nastolatką
1979 10 16 O katechizacji w naszych czasach
Katechetyka materialna 17 10 2009

więcej podobnych podstron