zaklad modlitby po isl


ALMENNAR BÆNIR

SIGNINGIN

Í nafni Föðurins og Sonarins og hins Heilaga Anda. Amen.

FAÐIRVORIÐ

Faðir vor, þú sem ert á himnum.

Helgist þitt nafn; komi þitt ríki;

verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni.

Gef oss í dag vort daglegt brauð;

og fyrirgef oss vorar skuldir,

svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum;

og eigi leið þú oss í freistni,

heldur frelsa oss frá illu. Amen.

MARÍUBÆN

Heil sért þú María, full náðar.

Drottinn er með þér;

blessuð ert þú meðal kvenna;

og blessaður er ávöxtur lífs þíns, Jesús.

Heilaga María, Guðsmóðir,

bið þú fyrir oss syndugum mönnum,

nú og á dauðastundu vorri. Amen.

LOFGERÐARBÆN

Dýrð sé Föðurnum og Syninum

og hinum Heilaga Anda.

Svo sem var í öndverðu,

er enn og verður ávallt

og um aldir alda. Amen.

POSTULLEG TRÚARJÁTNING

Ég trúi á Guð Föður almáttugan, skapara himins og jarðar.

Og á Jesúm Krist, hans einkason, Drottin vorn; sem getinn er af Heilögum Anda,

fæddur af Maríu mey; leið undir valdi Pontíusar Pílatusar, var krossfestur,

dáinn og grafinn, sté niður til heljar, reis á þriðja degi aftur upp frá dauðum,

sté upp til himna, situr við hægri hönd Guðs Föður almáttugs og mun þaðan koma

að dæma lifendur og dauða. Ég trúi á Heilagan Anda, heilaga kaþólska kirkju, samfélag heilagra, fyrirgefningu syndanna, upprisu holdsins og eilíft líf. Amen.

TIL VERNDARENGILS

Þú verndarengill ástarkær

Á allri lífsleið ver mér nær

Mitt hjarta varðveit hreint í mér

Sem hæstum Guði þekkast er.

Þar til ég mína upp gef önd

Mig ávallt leiddu þér við hönd

uns þú, þar fagnar englaher

í augsýn Föður skilar mér. Amen

BOÐORÐIN TÍU

1. Ég er Drottinn Guð þinn, þú skalt ekki aðra guði hafa. 
2. Þú skalt ekki leggja nafn Drottins Guðs þíns við hégóma. 
3. Minnstu þess að halda hvíldardaginn heilagan. 
4. Heiðra skaltu föður þinn og móður. 
5. Þú skalt ekki morð fremja. 
6. Þú skalt ekki drýgja hór. 
7. Þú skalt ekki stela. 
8. Þú skalt ekki bera ljúgvitni gegn náunga þínum. 

9. Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns. 
10. Þú skalt ekki girnast hús náunga þíns,

né neitt sem honum heyrir til.

IÐRUNARBÆN

Guð minn, ég iðrast af hjarta alls þess,

sem ég hef gjört rangt og harma vanrækslu mína að láta svo mörg góðverk ógerð,

því með syndinni hef ég sært þig og brotið gegn þér, sem ert hið æðsta hnoss, og verðugastur þess, að vér elskum þig öllu öðru fremur.

Ég ákveð því fastlega, að með hjálp náðar þinnar, skuli ég gera yfirbót, syndga eigi framar og forðast öll færi til syndar í framtíðinni. Amen.

FYRIR FRAMLIÐNUM

Allar sálir trúaðra framliðinna hvíli í friði sakir miskunnar Guðs. Amen.

AÐ VEKJA VON

Guð minn, ég vonast eftir náðinni og dýrðinni af þér, sakir fyrirheita þinna, mildi þinnar og máttar. Amen.

AÐ VEKJA ÁST

Guð minn, ég elska þig af öllu hjarta, af því að þú ert fjarska góður, og fyrir sakir þín elska ég náunga minn eins og sjálfan mig. Amen.

AÐ VEKJA IÐRUN

Guð minn, það hryggir mig mjög, að ég skuli hafa brotið við þig, því að þú ert fjarska góður, og ég ætla ekki að syndga framar. Amen.

HVERS ÞARF VIÐ TIL ÞESS AÐ MEÐTAKA IÐRUNARSAKRAMENTIÐ SEM VERA BER?

1. rannsökum samvisku okkar;

2. iðrumst synda okkar;

3. einsetjum okkur að bæta ráð okkar;

4. skriftum syndir okkar;

5. játumst fúslega undir skriftir þær, sem presturinn setur okkur.



Wyszukiwarka

Podobne podstrony:
Modlitwy po Łacinie
Modlitwy po lacinie, Modlitwy w różnych językach, łacina
Modlitwy po grecku
modlitwy po lacinie, Dokumenty Textowe, Religia
Ojcze Nasz - modlitwa po Śląsku , Po Śląsku, Teksty
Modlitwa po arabsku
MODLITWA PO SPOWIEDZI, Modlitwy i litanie
Modlitwy po włosku
Modlitby po sv omši
Modlitwy po Mszy sw
Modlitwy po japońsku
modlitwy po angielsku
Modlitwy po Ĺ‚acinie
Wybór usuniętych i spreparowanych modlitw od59r LITURGICZNE ZMIANY po Sob Watykańskim II POLE
modlitwa przed i po sluzeniu
Okres po zwolnieniu z zakładu karnego stanowi początki trudnej drogi readaptacji społecznejx
Modlitwa do Ducha Św- po łacinie, S E N T E N C J E

więcej podobnych podstron