10 til 12 ára, 1 6 kafli, um sköpun heims og manns


Inngangur

Allir menn fæðast. Þeir lifa á jörðinni. Oftast eru mennirnir glaðir, en stundum verða þeir líka sorgmæddir. Oftast eru þeir heilbrigðir, en geta líka veikst. Svona lifa menn­irnir um tíma á jörðinni og svo deyja þeir.

Margir spyrja: Hvers vegna erum við á jörðinni?

Trúin svarar þessari spurningu.

Við erum ekki endalaust hér á jörðinni, þó að hér sé oftast gott og skemmtilegt að vera.

Við erum hér á jörðinni til þess að elska Guð og njóta alls þess sem hann gefur okkur og til þess að verða heilög.

Hvernig getum við orðið heilög?

Trúin svarar einnig þessari spurningu:

Með því að fara eftir Guðs vilja.

Ekki er alltaf auðvelt að þekkja Guðs vilja og þess vegna hjálpar Jesús okkur.

Við þekkjum vilja Guðs af því að Jesús hefur frætt okkur um hann.

Til þess að við getum alltaf skilið Jesú vel stofnaði hann kirkjuna.

Í kirkjunni fáum við fræðslu um allt það sem Jesús kenndi okkur.

Nú veistu hvað þú ættir að gera en ekki er alltaf auðvelt að framkvæma það. En þar hjálpar Jesús okkur líka.

Hann veitir okkur þá náð að geta orðið heilög.

Í þessu hefti getur þú lesið um þetta allt og þú getur lagt það mikilvægasta á

minn­ið ef þú lærir spurningarnar og svörin við þeim. Hvers vegna erum við á jörðinni?

Við erum hér á jörðinni til þess að elska Guð og njóta alls þess sem hann gefur okkur og til þess að verða heilög.

Hvernig verðum við heilög?

Með því að fara eftir Guðs vilja.

Hvernig þekkjum við Guðs vilja?

Við þekkjum vilja Guðs af því að Jesús hefur frætt okkur um hann.

Hvernig vitum við hvað Jesús hefur kennt okkur?

Í kirkjunni fáum við fræðslu um allt það sem Jesús kenndi okkur.

Hvernig hjálpar Jesús okkur að verða heilög?

Hann veitir okkur þá náð að geta orðið heilög.

1. kafli

Guð er skapari himins og jarðar

Ef þú lítur í kringum þig sérðu margt fallegt svo sem yndislegt blóm, fögur fjöll eða stjörnurnar á himninum.

Ef þú skoðar náttúruna þá sérðu að allt er á sínum stað. Árstíðirnar koma hver á eftir annarri og sólin og tunglið hafa sínar föstu brautir.

Stjörnurnar æða með feiknahraða um himingeiminn en rekast samt ekki saman. Hver skapaði þessa reglu?

Virtu fyrir þér þinn eigin líkama. Allt lifir og hreyfist.

Þú sérð með augunum og heyrir með eyrunum.

Þú getur talað og gengið.

Líkami þinn er kraftaverk.

Ef þú tekur vel eftir fyllist þú gleði yfir öllu því fagra sem umhverfis þig er og þú undrast það meira að segja.

Og þá kemur spurningin:

Hvaðan kemur öll þessi fegurð?

Heimurinn og allt sem í honum er, er svo fallegt að maðurinn sjálfur hefði ekki getað skapað það.

En hver gerði það þá?

Hann, sem er stærri en allt sem við getum séð, hlýtur að hafa gert það.

Biblían kennir okkur að Guð sé skapari alls sem er.

Af því að Guð er skaparinn tilheyrir allt sköpunarverkið honum. Það er eign hans. Hann getur gert það sem honum sýnist við sköpunarverkið.

Við segjum að Guð sé herra sköpunarinnar af því að hún er eign hans.

Guð elskar sköpunarverk sitt. Þess vegna er hann einnig í sköpunarverki sínu.

Guð er á himni og á jörðu. Guð er alls staðar.

Guð er fullkominn og þess vegna er sköpunarverk hans líka fullkomið. Allt sem Guð skapaði er gott.

Í sköpuninni sjáum við mikilleika og kærleika Guðs.

Hvað kennir Biblían okkur um Guð?

Biblían kennir okkur að Guð sé skapari alls sem er.

Af hverju köllum við Guð herra sköpunarinnar?

Við köllum hann herra sköpunarinnar af því að hún er eign hans.

Hvar er Guð?

Guð er á himni og á jörðu. Guð er alls staðar.

Hvað getum við séð í sköpuninni?

Í sköpuninni sjáum við mikilleika og kærleika Guðs.

Við lesum sjálf:

Finndu sköpunarsöguna í Biblíunni þinni. Þú finnur hana í 1. Mósebók, 1. kafla.

Ásetningur:

Við reynum alltaf að hugsa um það að sköpunin er eign Guðs. Við umgöngumst sköp­un­ina af virðingu.

2. kafli

Guð skapaði englana

Í Biblíunni er oft sagt frá englum.

Hvað eru englar og hvaðan koma þeir?

Við getum ekki séð englana af því að þeir hafa engan líkama.

Englar eru andar.

Englar geta ekki heldur dáið; þeir eru ódauðlegir.

Við skulum muna þetta:

Englar eru ódauðlegir andar.

Ef við lesum Biblíuna sjáum við strax það helsta um englana.

Guð skapaði þá.

Þeir þjóna Guði.

Þeir tilbiðja Guð stöðugt.

Englarnir eru alsælir af því að þeir heiðra Guð.

Englarnir voru skapaðir til þess að þjóna Guði og heiðra hann.

Við getum einnig lesið um það í Biblíunni að englarnir eru stundum sendir mönnunum til hjálpar.

Þegar Tóbías fer í ferðalag, fylgist engillinn Rafael með honum og verndar hann.

Einnig eru til englar sem eru boðberar Guðs.

Engillinn Gabríel flutti Maríu fagnaðarboðskapinn um að hún yrði móðir Guðs.

Englarnir vernda menn gegn illu og eru boðberar Guðs.

Enn eru til englar sem hjálpa fólki. Guð gefur hverjum manni engil sem verndar hann sérstaklega. Það er verndarengillinn.

Guð gefur okkur verndarengil til þess að vernda okkur frá öllu illu.

Hvað eru englar?

Englar eru ódauðlegir andar.

Hvers vegna voru englarnir skapaðir?

Englarnir voru skapaðir til þess að þjóna Guði og heiðra hann.

Hvað gera englarnir meira?

Englarnir vernda fólk gegn illu og þeir eru boðberar Guðs.

Hvers vegna gefur Guð okkur verndarengil?

Guð gefur okkur verndarengil til þess að vernda okkur frá öllu illu.

Við lesum sjálf:

Finndu söguna um Tóbías og engilinn Rafael. Hún er í Tobítsbók, frá og með 5. kafla.

Ásetningur:

Við biðjum verndarengil okkar sérhvern dag að vernda okkur gegn illu, sérstaklega illsku syndarinnar.

3. kafli

Uppreisn englanna

Síðasta rit Biblíunnar heitir Opinberunarbókin.

Þar er sagt frá stríði á himnum.

Ekki voru allir englarnir tryggir þjónar Guðs.

Ótryggu englarnir gerðu uppreisn gegn Guði.

Þeir vildu ekki lengur þjóna Guði.

Leiðtogi uppreisnarenglanna er Satan.

Tryggu englarnir hófu baráttu gegn ótryggu englunum.

Ótryggu englarnir voru reknir frá himnum ásamt leiðtoga sínum.

Þeir mega aldrei aftur vera á himnum hjá Guði.

Guð launaði tryggu englunum.

Þeir mega vera að eilífu hjá Guði á himnum.

Í Opinberunarbókinni er líka sagt frá því að Satan vilji afvegaleiða heiminn.

Satan vill gera okkur illt, bæði líkamlega og andlega.

Hann freistar okkar og leiðir okkur til syndanna.

Hann vill eyðileggja það sem Guð vill að við gerum því að Satan öfundar okkur.

Guð elskar okkur og vill að við verðum hamingjusöm á himnum.

Djöfullinn vill ekki að við komumst til himna.

Við getum varist djöflinum.

Við getum nefnilega beðið Guð sérhvern dag að sýna okkur hvað sé gott og hvað sé illt.

Við getum beðið verndarengilinn okkar að vernda okkur gegn djöflinum.

En við verðum einnig að vera heiðarleg við okkur sjálf.

Reyndar vitum við oftast hvað er gott, en stundum viljum við ekki vita það.

Við verðum því að vera heiðarleg en halda jafnframt vöku okkar.

Þá er djöfullinn ráðalaus.

Við getum hindrað að djöfullinn geri okkur illt með því að biðja, vera heiðarleg og vakandi og forðast freistingar.

Hvað gerðu ótryggu englarnir?

Ótryggu englarnir gerðu uppreisn gegn Guði.

Hver er leiðtogi uppreisnarenglanna?

Leiðtogi uppreisnarenglanna er Satan.

Hvað varð um uppreisnarenglana?

Þeir mega aldrei aftur vera hjá Guði á himnum.

Hvernig launaði Guð tryggu englunum?

Þeir mega að eilífu vera hjá Guði á himnum.

Hvað vill Satan gera okkur?

Satan vill gera okkur illt, bæði á sál og líkama.

Hvernig getum við hindrað að Satan geri okkur illt?

Við getum hindrað að Satan geri okkur illt með því að biðja, vera heið­arleg og vakandi og með því að falla ekki í freistni.

Við lesum sjálf:

Finndu frásögnina af stríðinu á himnum í Opinberunarbókinni. Hún er í 12. kafla, frá og með 7. versi.

Ásetningur:

Við biðjum Guð þess hvern morgun að hann verndi okkur frá illu.

Þess sama biðjum við verndarengil okkar.

4. kafli

Maðurinn óhlýðnast Guði

Í Biblíunni stendur að Guð skapaði góðan heim.

Guð vill að maðurinn sé hamingjusamur á jörðinni.

Guð skapaði manninn til þess að hann yrði hamingjusamur að eilífu.

Samt er ekki allt gott á jörðinni.

Fólk er oft sorgmætt,

Stórslys verða og óhöpp.

Og allir menn verða einhvern tíma að deyja.

Vildi Guð að heimurinn yrði þannig?

Nei.

Guð vildi það ekki.

En hvers vegna varð heimurinn þá svona?

Biblían segir okkur líka sögu um það.

Hún er um fyrsta manninn.

Konan er í garðinum. Hún sér skilningstré góðs og ills.

Hún veit að hún má ekki borða af trénu.

En hún gerir það samt.

Djöfullinn leiddi hana í freistni.

Maðurinn borðar einnig af trénu.

Mennirnir hafa óhlýðnast Guði.

Mennirnir slíta sig burt frá Guði

vegna þess að þeir vilja ekki hlýða á orð hans.

Og án Guðs er ekki hægt að lifa.

Því getum við sagt:

Vegna óhlýðni fyrstu mannanna komu synd og dauði inn í heiminn.

En fleira gerðst vegna syndar mannanna. Af því að maðurinn sleit sig burt frá Guði kemst hann ekki til Guðs aftur.

Við getum líka sagt:

Vegna óhlýðni fyrstu mannanna komust þeir ekki til himna.

Hvað gerðist vegna óhlýðni fyrstu mannanna?

Vegna óhlýðni fyrstu mannanna komu synd og dauði inn í heiminn.

Hvað gerðist fleira vegna óhlýðni mannanna?

Vegna óhlýðni fyrstu mannanna lokaðist einnig himinninn.

Við lesum sjálf:

Finndu í Biblíunni söguna um óhlýðni mannsins.

Hún er í 1. Mósebók, 3. kafla.

Ásetningur:

Við reynum að komast að því hvað það er sem við gerum oftast rangt.

Við biðjum Guð hvern morgun að hjálpa okkur að varast það.

5. kafli

Erfðasyndin

Vegna syndarinnar geta menn ekki ætíð verið alsælir.

Þeir geta ekki heldur alltaf gert það sem gott er.

Þeir hafa glatað vináttu sinni við Guð.

Jörðin hefur líka glatað fegurð sinni.

Þar vaxa þyrnar og þistlar.

Síðan þá verða stórslys og óhöpp.

Enn fleira gerðist vegna syndar mannanna.

Börn þeirra eru ekki lengur eins góð og Guð vildi að þau yrðu.

Biblían segir frá börnum fyrstu mannanna.

Eitt þessara barna drap bróður sinn.

Synd fyrstu mannanna eyðilagði eitthvað í öllum öðrum mönnum og í allri sköpuninni.

Allir menn sem fæðast verða einnig að deyja og þeir erfa slæma vana.

Þetta má orða svona:

Fyrsta syndin er eins konar veiki sem lagðist á alla þá menn sem síðar komu.

Um það notum við eitt orð: erfðasynd.

Með erfðasyndinni er átt við syndina sem allir menn taka í arf af því að þeir eru afkom­endur fyrstu mannanna.

Aðeins einn maður er laus við ok erfðasyndarinnar. Það er móðir Jesú, hin sæla María mey.

Allir aðrir þjást af erfðasyndinni.

Hver er afdrifaríkasta afleiðing erfðasyndarinnar?

Vegna erfðasyndarinnar hafa allir menn glatað vináttunni við Guð.

Þessa vináttu við Guð köllum við einnig náðina sem helgar okkur eða helgandi náð.

Þess vegna kemst maðurinn ekki lengur til himna.

Vegna erfðasyndarinnar glataði maðurinn hinni helgandi náð og réttinum til að komast til himna.

Hvað er átt við með erfðasyndinni?

Með erfðasyndinni er átt við syndina sem allir menn taka í arf af því að þeir eru afkom­endur fyrstu mannanna.

Hvað gerðist vegna erfðasyndarinnar?

Vegna erfðasyndarinnar glataði maðurinn hinni helgandi náð og réttinum til að komast til himna.

Við lesum sjálf:

Finndu söguna um Kain og Abel í Biblíunni. Hún er í 1. Mósebók, 4. kafla.

Ásetningur:

Á kvöldin hugsum við um gjörðir okkar. Við biðjum Guð að fyrirgefa okkur það sem ekki var gott.

Hinn 8. desember fögnum við því að María er laus við erfðasyndina. Það er hátíð hins flekklausa getnaðar.

6. kafli

Guð lofaði komu frelsara

Vegna erfðasyndarinnar geta mennirnir ekki komist til himna.

Það er mjög slæmt.

Verða þá allir menn að deyja?

Getum við ekki vonast eftir nýrri vináttu við Guð? Er dauðinn það eina sem bíður okkar?

Svo er ekki, Guð elskar mennina alltaf, líka þegar þeir syndga.

Guð yfirgefur ekki mennina.

Guð segir í Biblíunni: „Getur kona gleymt barni sínu og móðir syni sínum?

Og jafnvel þótt hún gleymi honum þá gleymi ég þér ekki.“

Guð segir ekki aðeins að hann elski okkur heldur sýnir hann það líka.

Guð boðaði mönnum komu frelsara.

Strax eftir synd fyrstu mannanna boðaði Guð komu frelsara.

Guð sendi þennan frelsara ekki beint til jarðarinnar.

Hann vildi búa mennina undir komu frelsarans.

Það gerði Guð á alveg sérstakan hátt. Hann útvaldi þjóð, Gyðingaþjóðina.

Guð gerði sáttmála við Gyðingaþjóðina. Guð boðaði þessari þjóð með sífellt ákveðnari hætti loforðið um komu frelsarans.

Yfirgaf Guð mennina að eilífu?

Svo er ekki, Guð elskar mennina alltaf, líka þegar þeir syndga.

Hvernig vitum við að Guð elskar okkur alltaf?

Guð boðaði mönnunum komu frelsara.

Hvernig bjó Guð mennina undir komu lausnarans?

Guð gerði sáttmála við Gyðingaþjóðina. Guð boðaði þessari þjóð með sífellt ákveðnari hætti loforðið um komu frelsarans.

Við lesum sjálf:

Finndu textann í 1. Mósebók, 3. kafla, 15. versi.

Ásetningur:

Guð elskar okkur af öllu hjarta, líka þegar við syndgum. Við viljum líka elska Guð.

13

9



Wyszukiwarka

Podobne podstrony:
10,11,12
10 1995 9 12
22 12 10 02 12 55 Egz podst Ana2 B2
29 12 10 02 12 55 am2 2004 k1 grupaPS
Podstawy turystyki 10.03.12, II semestr, Podstawy turystyki
Podstawy turystyki 10.03.12, II semestr, Podstawy turystyki
Mikroekonomia - wyklad 10 [13.12.2001], Ekonomia, ekonomia, Mikroekonomia
10 BHI 12 KWESTIONARIUSZ NADZIEI PODSTAWOWEJid 10672
IPN 10 2006 12 01
24 05 2010 B&K, Bazy Danych 10 11 12
10 1996 9 12
22 12 10 02 12 16 Egz popr
Zarządzanie w sytuacjach kryzysowych - wykłady z 02.10.- 17.12. - 15.01, Sudia - Bezpieczeństwo Wewn
10 II 12 Histologia wykład układ pokarmowy (przepisany niedokładnie, bo nie słychać)
pn 29 11 10, pn 6 12 10(fragment) narządy pierwotne, listki zarodkowe, mechanizmy rozwoju zarodkax
klima pytania, 7 8 9 10 11 12
KPC Wykład (10) 04 12 2012
wykład 10- 16.12.2009

więcej podobnych podstron