Samkvæmt
gamalli hefð eru þjáningar eða harmkvæli Maríu meyjar sjö
talsins:
1.
Þegar
þau María og Jósef færa hinn nýfædda Jesúm til musteris í
Jerúsalem eftir lögmáli Móse þá mæta þau hinum gamla Símeon
sem tekur fagnandi á móti Jesú en segir við Maríu mey: "Þessi
sveinn er settur til falls og til viðreisnar mörgum í Ísrael og
til tákns sem móti verður mælt, og sjálf munt þú sverði níst
í sálu þinni" (Lk 2, 34 - 35).
2.
María
mey og Jósef þurfa að leggja á flótta ásamt Jesúbarninu. Þegar
vitringarnir voru farnir frá Betlehem vitrast engill Drottins Jósef
í draumi og segir: "Rís upp, tak barnið og móður þess og
flý til Egyptalands. Þar skaltu vera, uns ég segi þér, því að
Heródes mun leita barnsins til að fyrirfara því" (Mt 2,
13).
3.
Með
Jósef leitar María mey hins 12 ára Jesú í Jerúsalem. Og þegar
þau finna hann í musterinu bregður þeim mjög: "Barn, hví
gjörðir þú okkur þetta? Við faðir þinn höfum leitað þín
harmþrungin" (Lk 2, 48).
4.
María
mey fylgist með krossferli sonar síns. Það minnir á vers í
harmljóðum Gamla testamentisins: "Komið, allir þér er um
veginn farið, sjáið og skoðið, hvort til sé önnur eins kvöl
og mín" (Harmlj 1, 12).
5.
María
mey hlýtur að sjá hvernig sonur hennar deyr á krossinum: "En
hjá krossi Jesú stóðu móðir hans og móðursystir, María, kona
Klópa, og María Magdalena" (Jóh 19, 25).
6.
Jesús
er tekinn ofan af krossinum og lagður í skaut móður sinnar:
"Hverju á ég að jafna við þig til að hugga þig, þú
mærin, dóttirin Síon. Sár þitt er stórt eins og hafið"
(Harmlj. 2, 13).
Í
mörgum kirkjum og kapellum sést líkneski af Maríu mey með hinum
framliðna Jesú og kallast það "Pieta" eins og t.d.
Pieta eftir Michelangelo í Péturskirkjunni í Róm.
7.
Líkami
Jesú er lagður í gröf að viðstaddri Maríu mey: "Konur
þær, er komið höfðu með Jesú frá Galíleu, fylgdu eftir og
sáu gröfina og hvernig líkami hans var lagður" (Lk 23, 55).